Forsíða

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2013 kl. 23:19 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2013 kl. 23:19 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Húsin í götunni

Undanfarið hefur verið lögð áhersla að uppfæra upplýsingar um húsin, eigenda- og íbúa við Brimhólabraut, Hólagötu , Fífilgötu, Sólhlíð og loks Ásaveg 1-22. Vinnan sem var undir stjórn Arnars Sigurmundssonar og Þórunnar Jónsdóttur var hluti af verkefnavinnu á 10 ára afmæli Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og var unnin í október-nóvember 2013.

Mynd vikunnar

Úr fórum Árna Árnasonar

Úr fórum Árna Árnasonar er nýr sérvefur innan Heimaslóðar og var opnaður á haustmánuðum 2013. Víglundur Þór Þorsteinsson einn aðalritari Heimaslóðar sá um að setja safnið inn á Heimaslóð sem útgáfunefnd um verk Árna Árnasonar hafði safnað saman.

Grein vikunnar

Óskar Kárason fæddist 9. ágúst 1905 að Vesturholtum undir Vestur- Eyjafjöllum. Hann lést 2. maí 1970. Foreldrar hans voru Kári Sigurðsson, Presthúsum, og Þórunn Pálsdóttir. Kona Óskars var Anna Jesdóttir, fædd 2. desember 1902, og áttu þau þrjú börn; Ágústu, Kára og Þóri. Óskar byggði Sunnuhól sem var heimili fjölskyldunnar til ársins 1971.

Lesa meira

Heimaslóð hefur nú 40.298 myndir og 21.390 greinar.