Halldóra Pétursdóttir (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2013 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2013 kl. 12:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Pétursdóttir húsfreyja á Miðhúsum fæddist 1774 í Þykkvabæ í Landbroti, V-Skaft. og lést 1. maí 1822.
Faðir hennar var Pétur bóndi í Þykkvabæ, síðar á Gjábakka, f. 1738, d. 27. september 1792, Vilhjálmsson, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir, f. 1740, d. 28. september 1786 á Gjábakka.

Halldóra var hjá foreldrum sínum í Þykkvabæ 1783, flúði með þeim undan Eldinum. Hún var gift kona á Kirkjubæ 1801, bústýra hjá Bjarna 1803, giftist honum 1806 og varð húsfreyja á Miðhúsum til dd.
Halldóra var tvígift.

I. Fyrri maður hennar var Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Kirkjubæ 1801. Halldóra var síðari kona hans. Barna þeirra er ekki getið, en Þorsteinn var með 2 syni frá fyrra hjónabandi 1801, 6 og 4 ára.

II. Maður hennar var Bjarni Björnsson bóndi á Miðhúsum, f. 1752 í Ásgarði í Landbroti, d. 23. september 1827. Bjarni var áður tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Hreiðarsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1762. Þau skildu. Síðari kona hans var Þuríður Högnadóttir húsfreyja í Kornhól, f. 1767, d. 12. september 1801.
Börn þeirra Bjarna hér:
1. Þuríður Bjarnadóttir, f. 21. júlí 1803, d. 4. ágúst 1803.
2. Þuríður Bjarnadóttir, f. 1805 á Miðhúsum, d. 25. nóvember 1824.
3. Elín Bjarnadóttir, f. 2. desember 1806 á Miðhúsum.
4. Ögmundur Bjarnason, f. 23. febrúar 1808, d. 1. mars 1808.
5. Hólmfríður Bjarnadóttir, f. 26. apríl 1810, d. 24. janúar 1855. Hún var í Garðinum 1835, vinnukona í Dölum 1845, skilin vinnukona í Kornhól 1850.
6. Sigríður Bjarnadóttir, f. 9. ágúst 1811, d. 15. ágúst 1811.
7. Sigríður Bjarnadóttir vinnukona á Oddsstöðum 1835, húsfreyja í Kornhól 1855, f. 25. júní 1814 í Eyjum, d. fyrir manntal 1860, kona Helga Jónssonar, f. 1806.
8. Halldóra Bjarnadóttir, f. 25. júní 1814.
9. Guðríður Bjarnadóttir, f. 5. janúar 1816.
10. Fósturbarn 1816 var Jónas Vestmann, f. 1797 í Reykjavík. Hann var sonur Þuríðar Högnadóttur. Hann var formaður á Þurfalingi og lést eftir að honum hlekktist á í Leiðinni 1834.


Heimildir