Sigríður Eiríksdóttir (Gjábakka)
Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja í Þykkvabæ í Landbroti og síðar á Gjábakka fæddist 1740 og lést 28. september 1786 á Gjábakka úr „vatnssótt“.
Foreldrar ókunnir.
Sigríður bjó með Pétri í Þykkvabæ til ársins 1784, er þau flúðu undan Eldinum (Skaftáreldum) til Eyja. Þau voru komin þangað 1785 og að Gjábakka 1786.
Hún lést skömmu síðar.
Maður hennar var Pétur Vilhjálmsson bóndi, f. 1738, d. 27. september 1792.
Börn þeirra hér talin:
1. Ástríður Pétursdóttir, f. (1768), d. fyrir 1810. Hún fór með foreldrum sínum til Eyja 1784, en var í Landbroti 1785.
2. Halldóra Pétursdóttir húsfreyja á Miðhúsum, f. 1774, d. 1. maí 1822. Hún var þriðja kona Bjarna Björnssonar á Miðhúsum.
3. Hólmfríður Pétursdóttir. Hún fór til Eyja með foreldrum sínum, en finnst ekki 1801.
4. Þorbjörg Pétursdóttir prestkona á Ofanleiti, f. 1778, d. 6. júní 1819. Hún var kona sr. Jóns Arasonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.