Pétur Ólafsson (Hólmahjáleigu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. júní 2013 kl. 18:38 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. júní 2013 kl. 18:38 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Pétur Ólafsson''' bóndi í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum fæddist 1782 í Berjanesi í V-Landeyjum og lést 5. október 1836 í Eyjum.<br> Faðir hans var Ólafur bóndi í Berjan...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Pétur Ólafsson bóndi í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum fæddist 1782 í Berjanesi í V-Landeyjum og lést 5. október 1836 í Eyjum.
Faðir hans var Ólafur bóndi í Berjanesi, f. 1749, d. 27. desember 1816, Magnússon bónda í Berjanesi, f. 1715, d. 30. janúar 1777, Magnússonar (líklega) bónda á Voðmúlastöðum, f. 1673, Valtýssonar, og ókunnrar konu Magnúsar Valtýssonar.
Móðir Ólafs í Berjanesi og kona Magnúsar í Berjanesi var Ingibjörg húsfreyja, f. 1713, d. 20. nóvember 1779, Pálsdóttir bónda á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 1682, á lífi 1720, Þorsteinssonar, og ókunnrar móður Ingibjargar.

Móðir Péturs Ólafssonar í Hólmahjáleigu og kona Ólafs í Berjanesi var Steinunn húsfreyja, f. 1750 í Gerðum í V-Landeyjum, d. 27. september 1835, Hjartardóttir bónda í Gerðum, f. 1704, d. 10. mars 1792, Péturssonar, og ókunnrar móður Steinunnar.

Pétur var tvikvæntur:
I. Fyrri kona hans var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1773, d. 30. september 1826.
Faðir hennar var Jón bóndi á Efri-Úlfsstöðum í A-Landyjum, f. 1746 í Álfhólshjáleigu í V-Landeyjum, d. 11. febrúar 1830 í Hörgsholti í Hrunamannahreppi, Sigurðsson bónda skipasmiðs og formanns við Landeyjasand, bónda á Álfhóli og í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum og á Búðarhóli í A-Landeyjum, „einfaldur maður, en skipasmiður góður, atorkusamur og heppinn,“ segir Espólín, (p.6731), Þorkelssonar bónda í Álfhólahjáleigu, f. 1657, á lífi 1709, Þorgautssonar Jónssonar, og konu Þorkels Þorgautssonar, Þórnýjar húsfreyju, f. 1664, á lífi við manntal 1729, Þórðardóttur.
Móðir Jóns á Efri-Úlfsstöðum og kona Sigurðar bónda, skipasmiðs og formanns Þorkelssonar var Margrét „eldri“ húsfreyja og a.m.k. 14 barna móðir, f. 1709, Guðmundsdóttir bónda á Álfhólum og Klasbarða í V-Landeyjum, f. 1682, á lífi við manntal 1729, Gíslasonar, og konu Guðmundar Gíslasonar, Sigríðar húsfreyju og a.m.k. 10 barna móður, f. 1685, Hróbjartsdóttur.

Móðir Sigríðar Jónsdóttur og kona Jóns á Efri-Úlfsstöðum var Guðfinna húsfreyja, f. 1744, d. 3. desember 1818, Magnúsdóttir bónda á Kirkjulandi og í Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 1703, á lífi 1762, Ólafssonar bónda í Miðkoti í V-Landeyjum og á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 1651, á lífi 1729, Ólafssonar, og konu Ólafs Ólafssonar, Guðfinnu húsfreyju, f. 1671, d. um 1707, Magnúsdóttur.
Móðir Guðfinnu á Efri-Úlfsstöðum og kona Magnúsar Ólafssonar var Kristín húsfreyja, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttir bónda á Skúmsstöðum, f. 1662, á lífi 1709, Þorgeirssonar, og konu Jón Þorgeirssonar, Þorgerðar húsfreyju, f. 1665, á lífi við manntal 1703, Árnadóttur.

Börn Péturs og Sigríðar voru:
1. Sigurður, f. 30. júlí 1806, d. 7. ágúst 1806.
2. Steinunn húsfreyja á Vindási á Rangárvöllum, f. 25. ágúst 1807, d. 29. júní 1849.
3. Ólafur bóndi í Gerðakoti u. Eyjafjöllum, f. 3. október 1809, d. 30. mars 1859.
4. Þóra Pétursdóttir vinnukona á Skúmsstöðum í V-Landeyjum, Hemlu í Breiðabólstaðarsókn og víðar, f. 3. október 1809, d. 9. júní 1890.
Hún var móðir Péturs Benediktssonar í Þorlaugargerði móðurföður eldri barna Guðjóns á Oddsstöðum, en fyrri kona Guðjóns var Martea Guðlaug Pétursdóttir frá Þorlaugargerði.
Sonur Péturs var Jón Pétursson bóndi í Þorlaugargerði, faðir Ármanns og uppeldisfaðir Jóns Guðjónssonar í Þorlaugargerði.
Þóra Pétursdóttir var líka móðir Þórarins Jónssonar, föður Guðmundar Þórarinssonar á Vesturhúsum, föður Höllu Guðmundsdóttur húsfreyju á Kirkjubæ, konu Guðjóns Eyjólfssonar, Guðleifar Guðmundsdóttur húsfreyju í Holti, konu Vigfúsar Jónssonar, Magnúsar Guðmundssonar á Vesturhúsum, kvæntur Jórunni Hannesdóttur húsfreyju og Þórdísar Guðmundsdóttur húsfreyju á Sælundi, fyrri konu Jóels Eyjólfssonar.
Pétur Benediktsson í Þorlaugargerði var einnig faðir Guðmundar Péturssonar sjómanns í Grindavík, f. 20. janúar 1866, fórst í sjó 31. október 1900, en hann var föðurföðurfaðir Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors í jarðeðlisfræði og Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.
5. Guðrún húsfreyja í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, f. 9. september 1811.
6. Jón, f. 24. júlí 1814, d. 16. apríl 1823.

II. Síðari kona, (8. október 1827), Péturs Ólafssonar var Ólöf Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 1793, d. 15. nóvember 1890.
Faðir hennar var Guðlaugur bóndi á Götum í Mýrdal, f. 1757, d. 7. apríl 1828 í Pétursey, Jónsson bónda í Dyrhólahverfi í Mýrdal, f. 1719, Sigurðssonar bónda á Götum, f. 1687, Þorsteinssonar og ókunnrar móður Jóns.
Móðir Guðlaugs og fyrri kona Jóns Sigurðssonar var Þuríður húsfreyja, f. 1727, Eiríksdóttir bónda í Suður-Vík í Mýrdal, f. 1678, Jónssonar, og ókunnrar móður Þuríðar.
Móðir Ólafar og fyrri kona Guðlaugs á Götum var Sigríður húsfreyja, d. 29. október 1797 á Götum, Jónsdóttir (líklega) bónda á Fossi í Mýrdal, f. 1711, Eiríkssonar og ókunnrar móður Jóns á Fossi.

Ólöf Guðlaugsdóttir var með föður sínum á Götum 1801. Hún var vinnukona í Steig í Mýrdal 1816, á Hellum í Mýrdal 1817-1818, á Vatnsskarðshólum þar 1818-1819, í Breiðahlíð í Mýrdal 1819-1822, á Ketilsstöðum 1822-1826. Þá fór hún að Skagnesi í Mýrdal.
Hún var húsfreyja í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum 1827-1836, en bjó eftir lát Péturs með Ólafi Jónssyni, öðrum manni sínum að Fagurhól 1837-1843 og með þriðja manni sínum Vigfúsi Guðmundssyni í Fagurhól 1843-1844 og í Syðri-Vatnahjáleigu 1844-1870.
Ólöf lést 15. nóvember 1890 í Syðri-Vatnahjáleigu.
Börn Péturs Ólafssonar og Ólafar:
7. Jón bóndi í Hólmahjáleigu, f. 22. júlí 1827.
8. Magnús, f. 16. júlí 1828, d. 23. sama mán.
9. Guðmundur, f. 9. júlí 1829, d. 15. sama mán.
10. Sigríður, f. 31. ágúst 1830, d. 1830.
11. Sigríður Pétursdóttir húsfreyja á Kúfhóli, síðar hjá Elínu dóttur sinni í Ólafshúsum, f. 31. ágúst 1830, d. 26. desember 1903.
12. Pétur, f. 18. ágúst 1831, d. 20. sama mán.
13. Guðmundur, skírður 5. ágúst 1832, d. 13. sama mán.
14. Ólöf húsfreyja í Syðri-Vatnahjáleigu, f. 24. ágúst 1833, d. 27. maí 1915.
15. Ólafur, f. 24. ágúst 1833, d. í sama mán.
16. Sigríður, f. 11. október 1834, d. 17. sama mán.
Börn Ólafar með síðari manni sínum, Ólafi Jónssyni í Fagurhól í A-Landeyjum:
1. Guðlaug, f. 19. október 1838, d. 24. sama mán.
2. Pétur, f. 1. mars 1840, d. 13. sama mán.
Þriðji maður Ólafar var Vigfús Guðmundsson bóndi í Fagurhól og Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum.
Þau Ólöf voru barnlaus.

Pétur og Sigríður voru bændur í Búðarhóls-Austurhjáleigu í A-Landeyjum 1805-1809, á Kirkjulandi þar 1809-1817.
Pétur bjó með síðari konu sinni Ólöfu Guðlaugsdóttur í Hólmahjáleigu til ársins 1836 og í Miðeyjarhólmi 1836. Pétur lést í Eyjum 5. október 1836.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns, p. 6731.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.