Guðrún Guðjónsdóttir (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. maí 2013 kl. 12:09 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. maí 2013 kl. 12:09 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Guðjónsdóttir''' húsfreyja frá Sigtúni fæddist 10. ágúst 1898 og lést 16. ágúst 1983.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðjón Guðmundsson (Sigtúni)|Guðjón Gu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja frá Sigtúni fæddist 10. ágúst 1898 og lést 16. ágúst 1983.
Foreldrar hennar voru Guðjón Guðmundsson trésmíðameistari og sjómaður í Sigtúni, f. 25. september 1867 í Þykkvabæ í Holtum, d. 31. janúar 1952, og Elín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru undir Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.

Guðrún var með foreldrum sínum í Krókskoti í Hraungerðissókn 1901 og í Sandvík 1910.
Hún var vinnukona í Húsinu á Eyrarbakka, áður en hún fluttist til Eyja.

Hjónin Bjarni Eyjólfsson og Guðrún Guðjónsdóttir.
Húsið að Austurvegi 16.

Þau Guðrún og Bjarni bjuggu í Sigtúni, Háagarði og Ingólfshvoli. Þau byggðu húsið að Austurvegi 16 og bjuggu þar í mörg ár. Það fór undir hraun.

I. Unnusti Guðrúnar var Loftur Ólafsson vélstjóri, f. 24. apríl 1902, d. 23. júní 1966.
Þau eignuðust barnið:
1. Elínu Loftsdóttur húsfreyju, f. 5. mars 1922, d. 22. janúar 2005. Maður Elínar var Gísli Engilbertsson málarameistari, f. 28. aðríl 1919, d. 2. mars 2002.
II. Maður Guðrúnar var Bjarni Eyjólfsson verkstjóri, f. 2. nóvember 1904, d. 30. janúar 1985.
Börn Guðrúnar og Bjarna eru:
2. Bjarni Guðjón Bjarnason bryti, f. 3. janúar 1926, búsettur í Hafnarfirði.
3. Guðný Bjarnadóttir húsfreyja á Dalhrauni, f. 25. apríl 1931, gift Leifi Ársælssyni, f. 10. júlí 1931.


Heimildir