Guðjón Guðmundsson (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Guðmundsson og Elín Bjarnadóttir í Sigtúni.

Guðjón Guðmundsson trésmíðameistari og sjómaður í Sigtúni fæddist 25. september 1867 í Þykkvabæ í Holtum og lést 31. janúar 1952.
Faðir hans var Guðmundur frá Háarima í Háfssókn, bóndi á Langekru í Oddasókn 1871-1900, f. 10. september 1835, d. 16. desember 1909, Jónsson bónda á Háarima, f. 28. september 1798, d. 7. mars 1872, Guðnasonar vinnumanns á Víkingslæk á Rangárvöllum, f. 1742, d. 20. september 1808, Daðasonar, og barnsmóður Guðna, Kristínar vinnukonu, síðar húsfreyju í Eystrihól í Landeyjum, f. 9. október 1769, d. 5. ágúst 1860, Bjarnadóttur.
Móðir Guðmundar Jónssonar á Langekru og kona Jóns Guðnasonar á Háarima var Elín húsfreyja, f. 23. mars 1802, d. 14. nóvember 1875, Jónsdóttir bónda í Nýjabæ í Þykkvabæ, f. um 1769, d. 11. ágúst 1839, Oddssonar, og konu Jóns Oddssonar, Sigríðar húsfreyju, f. 1772, d. 25. janúar 1841, Magnúsdóttur.
Móðir Guðjóns í Sigtúni og kona Guðmundar á Langekru, (11. júlí 1863), var Guðbjörg húsfreyja, f. 23. febrúar 1842, d. 26. október 1930, Árnadóttir bónda á Norðurbakka í Háfssókn, f. 21. september 1800, d. 12. mars 1872, Jónssonar bónda í Vatnskoti og Hábæ í Háfssókn, f. 1771, d. 14. október 1840, Jónssonar, og konu Jóns í Hábæ, Vigdísar húsfreyju, f. 1775, d. 11. ágúst 1843, Árnadóttur.
Móðir Guðbjargar á Langekru og kona Árna á Norðurbakka var Ólöf húsfreyja, f. 4. september 1796, d. 6. júní 1862, Einarsdóttir bónda á Borg á Landi og Heysholti þar, f. 1768 í Hrólfsstaðahelli þar, d. 8. nóvember 1851 í Heysholti, Þorsteinssonar, og fyrri konu Einars, Guðrúnar „yngri“, skírð 18. október 1757, d. 5. ágúst 1802, Jónsdóttur.

Kona Guðjóns í Sigtúni var Elín Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1865 í Klömbru undir Eyjafjöllum, d. 18. nóvember 1948.

Guðjón var með foreldrum sínum á Langekru 1890, ókvæntur bóndi í Krókskoti í Hraungerðissókn 1901 með Elínu og þrem börnum þeirra, Guðrúnu, Jónínu og Davíð. Hann var sjómaður og daglaunamaður í húsi sínu í Sandvík 3 í Flóa 1910.
Guðjón stundaði smíðar og reisti allmörg útihús fyrir bændur um sveitir Suðurlands.
Þau Elín fluttust til Eyja 1916 og þar voru þau leigjendur á Hoffelli við Ásaveg 1920.
Guðjón var skráður trésmíðameistari 1920. Hjá þeim voru þrjú börn. Jónína er þar ekki og heldur ekki Guðrún, en komin eru Rannveig og Ólafur. Síðar bjuggu þau um árabil í Sigtúni.
Guðjón vann við trésmíðar og bátaviðgerðir í Eyjum.
Börn Guðjóns og Elínar hér:
1. Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1898, d. 16. ágúst 1983.
2. Jónína Guðjónsdóttir, f. um 1899, húsfreyja.
3. Davíð Guðjónsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 16. september 1902, d. 12. maí 1984.
4. Rannveig Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. desember 1905, d. 13. desember 1996.
5. Ólafur Guðjónsson bifvélavirki í Hafnarfirði, f. 11. júní 1911, d. 22. október 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.