Elín Loftsdóttir (húsfreyja)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elín Loftsdóttir.

Elín Loftsdóttir frá Sigtúni, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 5. mars 1922 og lést 22. janúar 2005.
Foreldrar hennar voru Loftur Sumarvin Ólafsson frá Mölshúsum á Álftanesi, síðar á Ólafsvöllum, vélstjóri, f. þar 24. apríl 1902, d. 23. júní 1966, og Guðrún Guðjónsdóttir frá Sigtúni, síðar húsfreyja á Austurvegi 16, f. 10. ágúst 1898 á Ekru á Rangárvöllum, d. 16. ágúst 1983.
Fósturfaðir Elínar var Bjarni Eyjólfsson frá Skipagerði á Stokkseyri, bifreiðastjóri, bæjarverkstjóri, f. 2. nóvember 1904, d. 30. janúar 1985.

Börn Guðrúnar og Bjarna:
1. Bjarni Guðjón Bjarnason bryti, f. 3. janúar 1926, d. 12. apríl 2015. Hann bjó síðast í Hafnarfirði. Kona hans var Anna Kristjánsdóttir húsfreyja.
2. Guðný Bjarnadóttir húsfreyja á Dalhrauni, sjúkrahússtarfsmaður, f. 25. apríl 1931, d. 27. ágúst 2017. Maður hennar var Leifur Ársælsson útgerðarmaður, f. 10. júlí 1931, d. 16. september 2017.
Barn Guðrúnar og Lofts Ólafssonar og fósturbarn Bjarna Eyjólfssonar:
3. Elín Loftsdóttir

Börn Lofts Ólafssonar og Katrínar Sigurðardóttur :
4. Gunnar Loftsson yfirflugvirki, f. 13. september 1927, d. 27. september 2004. Kona hans Maggý Elísa Jónsdóttir.
5. Ingi Loftur Loftsson flugvirki, f. 20. júní 1931, d. 19. nóvember 2012. Kona hans Hanna Lára Þorsteinsdóttir.
6. Málfríður Loftsdóttir húsfreyja, kaupmaður í Mondo í Reykjavík, f. 3. júní 1939. Maður hennar Kristján Sigurðsson.

Elín var með móður sinni og síðan henni og Bjarna fóstra sínum, í Sigtúni 1930, í Háagarði, á Ingólfshvoli 1940, á Austurvegi 16 1945.
Elín stundaði nám í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði, var afgreiðslumaður í Bjarma, vefnaðarvöruverslun Helga Benediktssonar.
Þau Gísli giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu um skeið á Selfossi, en lengst á Vallargötu 10, húsi, sem þau byggðu.
Gísli lést 2002. Elín dvaldi að síðustu á Hraunbúðum og lést 2005.

I. Maður Elínar, (23. ágúst 1947), var Gísli Engilbertsson málarameistari, forstöðumaður, f. 28. apríl 1919, d. 2. mars 2002.
Börn þeirra:
1. Engilbert Gíslason framkvæmdastjóri, býr í Garðabæ, f. 15. febrúar 1951. Kona hans er Bryndís Pálína Hrólfsdóttir.
2. Guðrún Gísladóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Eyjum, f. 22. júlí 1956. Fyrrum maður hennar Stefán Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.