Gísli Brynjólfsson (Móhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. apríl 2013 kl. 13:27 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. apríl 2013 kl. 13:27 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gísli Brynjólfsson''' bóndi, síðar sjómaður og fyrirvinna í Móhúsum fæddist 1804 á Minni-Núpi í Gnúpverjahreppi og fórst með Gauki 13. mars ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Brynjólfsson bóndi, síðar sjómaður og fyrirvinna í Móhúsum fæddist 1804 á Minni-Núpi í Gnúpverjahreppi og fórst með Gauki 13. mars 1874.
Faðir hans var Brynjólfur bóndi á Minna-Núpi, f. 1757 á Voðmúlastöðum í V-Landeyjum, d. 8. júní 1830, Jónsson Thorlacius klausturhaldara á Kirkjubæjarklaustri, setudómara, bónda víða, - að Voðmúlastöðum, Hlíðarenda, Þverá í Fljótshlíð, Barkarstöðum þar, Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi, Eystri-Rauðarárhóli, - var síðan til heimilis í Árkvörn í Fljótshlíð hjá dóttur sinni, f. 1722, d. að Stóra-Núpi 1803, Brynjólfssonar sýslumanns Thorlaciusar Þórðarsonar biskups Skúlasonar, og konu Brynjólfs sýslumanns, Jórunnar húsfreyju, f. 29. september 1693, d. 8. júní 1761, Skúladóttur prests á Grenjaðarstað Þorlákssonar.
Móðir Brynjólfs Jónssonar og kona Jóns Thorlaciusar var Þórunn, f. 1726, d. 21. mars 1813 að Árkvörn, Halldórsdóttir biskups á Hólum í Hjaltadal, f. 15. apríl 1692, d. 22. október 1752, Brynjólfssonar, og konu Halldórs biskups, Þóru húsfreyju, f. 1705, d. 27. september 1767, Björnsdóttur Thorlaciusar prests og prófasts í Görðum á Álftanesi.

Móðir Gísla í Móhúsum og síðari kona Brynjólfs á Minna-Núpi var Þóra húsfreyja, f. 1775 á Ósabakka á Skeiðum, d. 6. mars 1861, Erlingsdóttir vinnumanns víða, f. 1751, Ólafssonar bónda í Syðra-Langholti, f. 1711, d. 1759, Gíslasonar, og konu Ólafs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1717, d. 1. janúar 1792, Gísladóttur.

Kona Gísla Brynjólfssonar í Móhúsum var Þorbjörg húsfreyja, f. 1805 á Brekku í Úthlíðarsókn í Biskupstungum, d. milli áranna 1860 og 1870, Bjarnadóttir bónda þar 1816, f. 1777 á Brekku, Þorsteinssonar bónda á Brekku 1801, f. 1743, Jónssonar, og konu Þorsteins á Brekku, Þorbjargar húsfreyju, f. 1737, Helgadóttur.
Móðir Þorbjargar og kona Bjarna á Brekku var Þóra húsfreyja, f. 1773 í Austurhlíð í Biskupstungum, Guðmundsdóttir bónda í Austurhlíð 1801, f. 1737, d. 13. maí 1815, Magnússonar, og fyrri konu Guðmundar, Kristrúnar húsfreyju, f. 1734, d. 1792, Gísladóttur.

Börn Gísla og Þorbjargar hér nefnd:
1. Solveig Gísladóttir á Arnarhóli, f. 16. september 1838, d. 18. september 1923 í Eyjum.
2. Halldór Gíslason, f. um 1840.
3. Brynjólfur Gíslason bóndi á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 7. janúar 1844, d. 10. mars 1892.
Brynjólfur var faðir:
a) Steinunnar Brynjólfsdóttur húsfreyju í Breiðholti, f. 4. maí 1887, d. 22. júlí 1977, kona Jónatans Snorrasonar.
b) Guðlaugs Brynjólfssonar útgerðarmanns og skipstjóra, síðast í Kópavogi, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972.
c) Þorsteins Brynjólfssonar sjómanns í Þorlaugargerði 1920, síðan verkamanns, f. 7. nóvember 1883, d. 17. febrúar 1963.
d) Sighvats Brynjólfssonar tollvarðar á Hásteinsvegi 21, síðar í Reykjavík, f. 20. apríl 1880, d. 1. apríl 1953.
3. Gísli Gíslason vinnumaður í Jómsborg, f. um 1847, fór til Vesturheims frá Jónshúsi 1885, ásamt Sigmundi syni sínum, - járnbrautarstarfsmaður, d. 1. desember 1910.
4. Bjarni Gíslason, f. um 1848.
5. Þorsteinn Gíslason í Móhúsum, f. 1851, d. um 1895. Hann var holdsveikur og var hjúkrað af Evlalíu Nikulásdóttur. (Sjá Blik 1969: Konan, sem vann kærleiksverkið mikla).

Gísli Brynjólfsson var bróðir Jóns föður Brynjólfs fræðimanns á Minna-Núpi.
Hann var hjá foreldrum á Minni-Núpi 1816, 30 ára vinnumaður í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 1835, bóndi í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 1840, húsbóndi á Nýlendu í Útskálasókn í Gull. 1860, ekkill og fyrirvinna í Móhúsum í Eyjum hjá Evlalíu Nikulásdóttur 1870 með soninn Þorstein Gíslason hjá sér.
Gísli fórst með Gauki 1874.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Ættartölubækur Jóns Espólíns, p. 267-172/6512.
  • Blik 1969: Konan, sem vann kærleiksverkið mikla.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.