Guðlaugur Brynjólfsson (Odda)

From Heimaslóð
(Redirected from Guðlaugur Brynjólfsson)
Jump to navigation Jump to search
Guðlaugur
Valgerður og Guðlaugur ásamt börnum á fermingardegi Jóhannesar

Guðlaugur Brynjólfsson fæddist 23. júlí árið 1890 og lést 30. desember 1972. Guðlaugur byggði húsið Odda við Vestmannabraut og húsið Lund.

Fyrri kona Guðlaugs var Halla Jónsdóttir, (lést 1918) frá Dölum og áttu þau tvö börn Sveinbjörn og Höllu, en áður átti Halla soninn Jóhannes G. Brynjólfsson Stefánssonar skósmiðs frá Teigi í Vopnafirði.
Seinni kona Guðlaugs var Valgerður Guðmundsdóttir (lést 1937) og þeirra börn voru: Halldóra, Brynjólfur, Bríet, Ingibjörg, Ásta, Guðmundur og Þórarinn.

Guðlaugur fór til Vestmannaeyja árið 1910 og byrjaði formennsku árið 1912 á Frí en tók svo við Gnoð árið 1918. Guðlaugur eignaðist hluti í bátum. Eignaðist 1/3 í m/b Glað og síðar allan, til 1939. Lét þá byggja Gísla J. Johnsen VE-100. Var formaður með marga báta, til 1930, fyrst með m/b Frí 1912, Gnoð 1918, Örn, Mínervu, Glað 1925-26, Höskuld RE, Gissur hvíta 1928-29 og Glað 1930. Hætti þá sjósókn og vann að útgerð sinni. Árið 1939 lést Guðlaugur byggja Gísla J. Johnsen VE-100.

Árið 1943 seldi Guðlaugur útgerðina og flutti til Reykjavíkur. Þar fjárfesti hann í fasteignum. Guðlaugur lést á heimili sínu í Kópavogi í lok árs 1972, 82 ára gamall.


Myndir



Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum
  • Lára Halla Jóhannesdóttir frá Kirkjulandi