Þuríður Magnúsdóttir (Litlu-Eyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2013 kl. 17:23 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2013 kl. 17:23 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þuríður Magnúsdóttir''' verkakona og bústýra á Litlu-Eyri, Vesturvegi 11B, fæddist 10. mars 1873 í Oddakoti í A-Landeyjum og lést 17. maí ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Magnúsdóttir verkakona og bústýra á Litlu-Eyri, Vesturvegi 11B, fæddist 10. mars 1873 í Oddakoti í A-Landeyjum og lést 17. maí 1927.
Faðir hennar var Magnús bóndi, bátasmiður og formaður í Oddakoti 1859-1886, á Kirkjulandi þar 1886-1897 og Voðmúlastöðum þar 1897-1909, f. 29. september 1832 á Efri-Úlfsstöðum þar, d. 5. janúar 1921 á Efri-Úlfsstöðum, Þórðarson bónda á Efri-Úlfsstöðum, f. 26. mars 1802 á Kotvelli í Hvolhreppi, d. 9. nóvember 1870 á Efri-Úlfsstöðum, Þórarinssonar bónda á Kotvelli, skírður 17. apríl 1771, d. 21. júlí 1846, Jónssonar, og konu Þórarins Jónssonar, Vigdísar húsfreyju, skírð 12. september 1770, d. 26. júní 1854, Eiríksdóttur.
Móðir Magnúsar í Oddakoti og kona Þórðar á Efri-Úlfsstöðum var Bjarghildur húsfreyja, f. 31. maí 1797 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 5. janúar 1883 á Efri-Úlfsstöðum, Jónsdóttir bónda í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 1760, d. 6. mars 1836, og konu Jóns, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Móðir Þuríðar á Litlu-Eyri og kona Magnúsar í Oddakoti var Ingibjörg húsfreyja, f. 26. mars 1829, d. 17. október 1909, Magnúsdóttir bónda og formanns í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum og víðar, f. 20. september 1805 í Hemlu í V-Landeyjum, d. 10. júní 1862 á Kálfsstöðum þar, Guðlaugssonar bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og seinni konu Guðlaugs, (6. nóvember 1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.
Móðir Ingibjargar í Oddakoti og kona Magnúsar var Þuríður húsfreyja, skírð 16. mars 1801, d. 7. nóvember 1888, Ólafsdóttir bónda á Kirkjulandi, f. 1734, d. 1801, Ólafssonar, og seinni konu Ólafs á Kirkjulandi, (2. júlí 1796), Guðrúnar húsfreyju, f. 1767, Diðriksdóttur.

Þuríður var systir Magnúsar Magnússonar á Túnsbergi.
Þau Guðlaugur Bergþórsson og Margrét Árnadóttir á Búðarhóli voru einnig ættforeldrar Guðbjargar Guðlaugsdóttur í Jakobshúsi og Magnúsar Magnússonar á Vilborgarstöðum manns Arnbjargar Árnadóttur (Ömpu) húsfreyju þar.

Sambýlismaður Þuríðar var Magnús Vigfússon sjómaður.
Hann var áður kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur, sem lést 1907.
Þuríður var í Oddakoti 1880. Hún var vinnukona á Ægissíðu á Rangárvöllum 1890 og á Krossi í A-Landeyjum 1901, leigjandi á Lágafelli í Eyjum 1910. Þar er þá einnig Magnús.
Á mt. 1920 er Þuríður skráð sjúklingur á Litlu-Eyri í Eyjum, og þar er Magnús húsbóndi og sjómaður.
„Þuríður var ágæt kona gamla tímans, sem hugsaði vel um Magnús Vigfússon, sem var allerfiður, þareð hann var þungur maður guðaveiganna.“ (Á.Á).



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.