Blik 1973/Myndasyrpa
Myndasyrpa
(myndir dreifðar í ritinu,
en safnað saman á þessa síðu)
Myndin til vinstri:
Þessi mynd er tekin a athafnalífi á Edinborgarbryggjunni á árunum 1910—1913. Haraldur Blöndal myndasmiður, sem hér var þá á ferð, tók myndina. Hinir fyrstu vélbátar liggja við bryggjuna og svo skögtbátar, og vélbátar og skögtbátar liggja við ból á höfninni. Húsin eru enn við lýði á Eiðinu. Þar má greina verksmiðjugrunn hins franska rœðismanns í Reykjavík, Brilluoins (Les grein. Halldórs Magnússonar um Fiskimjölsverksmiðjuna í Blik 1972). Á Nausthamrinum slendur skúr, sem var m.a. notaður til að geyma í ýmislegt, sem varðaði skipaafgreiðslu Gísla J. Johnsens. Hrogna(gotu)tunnur liggja ofarlega við jaðar bryggjunnar. Enn eru engin stýrishús á vélbátunum. (Helgi Benediktsson gaf Byggðarsafninu þessa mynd).
Myndin til hægri: Hrófin um aldamótin síðustu. Danskt verzlunarskip liggur á „Botninum“
Til vinstri:Elzta gerð opnu skipanna í Vestmannaeyjum. Til hægri: Færeyska lag opnu skipanna (1901-1906).
- Fyrstu vélbátarnir dönsku 1905-1910.
Séra Páll Jónsson, sóknarprestur og skáld á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, settist á staðinn árið 1822. Þá flutti hann og madd. Guðrún Jónsdóttir, kona hans, í þessi húsakynni.
Til að skýra betur myndina vegna óskýrleika með flutningi hennar:
Efst: „Kirkjubær, prestssetrið 1822, M 1:100“, Næst: „Suðurstafnar“. Þar til hægri: „Vestur“. Mynd undir suðurstöfnum: „Loftið“. Til hægri við Loftið er „Grunnmynd“. Fyrir miðju og neðar er „Grunnmynd“. Þar er lengst til vinstri „Göng“ og þar inn af „Fjós“. Næst er „Eldhús“ og þar inn af er „Geymsla“ . Þá er „Skáli“, þá „Göng“ og „Búr“ og lengst til hægri er „Baðstofa“.
Undir myndunum stendur: „Teikning samkvæmt lýsingu á húsunum í Sögu Vestmannaeyja á bls. 194 – 1. bindi. Höfundur Sigfús M. Johnsen.
Vestmannaeyjum 1968
Óskar Kárason“
Landlyst, byggð 1847 og 1848. Þar sem nú Kornloftið er horfið undir hraun, er þetta hús nœst elzta bygging í Eyjum, næst Landakirkju.
Bœjarstjórn Vestmannaeyja keypti hús þetta á s.l. ári. Þau húsakaup eru ein sönnun þess, hve ráðandi menn í Eyjum hafa nú orðið góðan skilning á sögulegum verðmœtum kaupstaðarins.
Sparisjóður Vestmannaeyja lánaði bœnum andvirði hússins.
Í þessu húsi ráku Danir „Sliftelsið“ fræga, fœðingarstofnunina, þar sem Schleisner lœknir rannsakaði orsakir ginklofans, sem deyddi nálega 70% af öllum börnum, sem fæddust í Vestmannaeyjum á 18. og fyrra helmingi 19. aldarinnar.
Aðstoðaraflið mikla og góða við rannsóknir þessar var
Solveig ljósmóðir Pálsdóttir prests og skálds Jónssonar, en hún var sem kunnugt er amma Ásgeirs heitins forseta og þeirra systkina. — Þau hjón, Solveig ljósmóðir og Matthías Markússon „snikkari“, byggðu helming hússins 1848 og var þar íbúð þeirra. Fæðingarstofnunin var þá starfrækt í danska endanum, vestari hluta þess.
„Pallakrær“ í Vestmannaeyjum. Aðgerðarhús Eyjabúa
fram á fjórða áratug aldarinnar.