Blik 1973/Bærinn okkar, fyrri hluti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. janúar 2010 kl. 21:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. janúar 2010 kl. 21:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: Efnisyfirlit 1973 ==Bærinn okkar== <br> <big>''Forseti Íslands: „Mikil menning samfara nýtízku atvinnuháttum“.''</big> <br> <br> Um það bil tveim mánuðum e...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1973



Bærinn okkar


Forseti Íslands: „Mikil menning samfara nýtízku atvinnuháttum“.

Um það bil tveim mánuðum eftir að eldgosið brauzt út á Heimaey, átti forseti Íslands tal við kunnan danskan blaðamann, Bent A. Koch að nafni, um Vestmannaeyjar, um líf og störf fólksins þar, menningu og framleiðslustörf.
Forsetinn ræddi um gildi byggðarlagsins fyrir íslenzkt efnahagslíf og þjóðhagsleg viðskipti á erlendum vettvangi. Þar stóð orðrétt haft eftir danska blaðamanninum: „Forsetinn ræddi um, hvað Vestmannaeyjar hefðu mikla þýðingu fyrir íslenzkt þjóðlíf, að höfnin þar hefði vegið upp á móti hinum mikla skorti á höfnum á suðurströnd Íslands, og 13% af fiskútflutningi landsins hefði verið frá Vestmannaeyjum.... En Vestmannaeyingar hafa ekki einungis fjárhagslega þýðingu fyrir Ísland. Íbúarnir á Heimaey eru sérstæðir á sinn hátt, og þeir hafa sínar eigin venjur. Mikil menning blómstraði þar samhliða nýtízku atvinnuháttum.“ (Morgunblaðið, 22. marz 1973).
Þegar ég las þessi orð forseta Íslands um sérstöðu okkar Vestmannaeyinga í íslenzka þjóðfélaginu, sérstöðu okkar í menningar- og athafnalífi þess, gladdist ég innilega, af því að ég fann mikið sannleiksgildi í þessum fögru orðum hans. Í sambandi við þær kenndir mínar, sem bærðu á sér við lestur þessara orða forsetans um okkur Eyjabúa, komu mér í hug orð Snorra Sturlusonar í formálsorðum hans fyrir Heimskringlu, þegar hann ræðir um lofkvæði skáldanna fornu, er þeir fluttu í konungshöllum í návist konunga og konungsmanna:
„Tökum við það allt fyrir satt, er í þeim kvæðum finnst um ferðir þeirra eða orustur. En það er háttur skálda að lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en enginn myndi það þora að segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, að hégómi væri og skrök og svo sjálfur hann. Það væri þá háð en eigi lof.“
Við þökkum þjóðhöfðinga okkar hin vinsamlegu orð í garð byggðarlagsins okkar og Vestmannaeyinga í heild.
Þessi glögga og sálfræðilega ályktun Snorra Sturlusonar er enn í glæstu gildi. Og hér talaði forseti Íslands í eyru þjóðarinnar á miklum og myrkum örlagatímum.
Nú bregður ársrit Vestmannaeyja — Blik — hér upp nokkrum myndum, sem varða menningar- og athafnalíf Vestmannaeyinga á undanförnum áratugum. Ritið minnist um leið athafnasamrar forustu í þeim málum öllum.
Skýringarnar við myndir þessar eru óbreyttar frá s.l. vori, en þá var ætlunin, að Blik kæmi út. Eldsumbrotin breyttu þeirri ætlan, eins og öllu öðru fyrir okkur Vestmannaeyingum.

Vestmannaeyjakaupstaður - menningarbær


Miklar framfarir á ýmsum sviðum hafa átt sér stað hér í Vestmannaeyjakaupstað á undanförnum árum. Þessar miklu og mikilvægu menningarframfarir í bænum, eins og ég vil nefna þær, hafa vakið athygli landsmanna. Ekki hefur mikið vatn til sævar runnið, þegar þetta er skrifað, síðan eitt dagblaðið í Reykjavík gerði þessar merku framkvæmdir og framfarir að umtalsefni. Í þeirri grein blaðsins var kaupstaðurinn okkar talinn einn fremsti kaupstaður landsins á ýmsum sviðum menningar og hallkvæmra framfara. Öðruvísi mér áður brá.
Blik óskar hér að birta nokkrar myndir til að minna á og skýra frá nokkrum þessara framkvæmda bæjarfélagsins, sem aukið hafa því orðstír og lof mætra manna. Þá megum við ekki gleyma því, að sjávarútvegur Eyjabúa er sá aðilinn, sem skýtur styrkustu stoðunum undir hinar mikilvægu framfarir í bænum og framkvæmdir til aukinnar menningar og mannsæmandi afkomu fólksins. En þá skal jafnframt á það minnt, að vilja og skilning bæjarvaldsmanna þarf til, svo að tökin og tækifærin fari ekki á mis og ekkert verði framkvæmt. Aðeins skeggrætt og skrumað.
Á hægri blaðsíðu er mynd af Vestmannaeyjahöfn og töluverðum hluta bæjarins. Hún var tekin 1968 eða fyrir 5 árum.
Unnið hefur verið að hafnarbótum í Vestmannaeyjum síðan árið 1914. Hér munu nú vera ein allra mestu bryggjumannvirki á öllu landinu, enda þarf mikið til í stærstu útvegsstöð landsins.
Um það bil tveim mánuðum eftir að eldgosið brauzt út á Heimaey, átti forseti Íslands tal við kunnan danskan blaðamann, Bent A. Koch að nafni, um Vestmannaeyjar, um líf og störf fólksins þar, menningu og framleiðslustörf.
Forsetinn ræddi um gildi byggðarlagsins fyrir íslenzkt efnahagslíf og þjóðhagsleg viðskipti á erlendum vettvangi. Þar stóð orðrétt haft eftir danska blaðamanninum: „Forsetinn ræddi um, hvað Vestmannaeyjar hefðu mikla þýðingu fyrir íslenzkt þjóðlíf, að höfnin þar hefði vegið upp á móti hinum mikla skorti á höfnum á suðurströnd Íslands, og 13% af fiskútflutningi landsins hefði verið frá Vestmannaeyjum ... En Vestmannaeyingar hafa ekki einungis fjárhagslega þýðingu fyrir Ísland. Íbúarnir á Heimaey eru sérstæðir á sinn hátt, og þeir hafa sínar eigin venjur. Mikil menning blómstraði þar samhlliða nýtízku atvinnuhátt-um." íMorgunblaðið, 22. marz 1973). Þegar ég las þessi orð forseta ís-lands um sérstöðu okkar Vestmanna-eyinga í íslenzka þjóðfélaginu, sér-stöðu okkar í menningar- og athafna- lífi þess, gladdist ég innilega, af því að ég fann mikið sannleiksgildi í þessum fögru orðum hans. Í sambandi við þær kenndir mínar, sem bærðu á sér við lestur þessara orða forsetans um okkur Eyjabúa, komu mér í hug orð Snorra Sturlusonar í formálsorðum hans fyrir Heimskringlu, þegar hann ræðir um lofkvæði skáldanna fornu, er þeir fluttu í konungshöllum í návist konunga og konungsmanna:
„Tökum við það allt fyrir satt, er í þeim kvæðum finnst um ferðir þeirra eða orustur. En það er háttur skálda að lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en enginn myndi það þora að segja sjálfum honum þau verk hans, er allir þeir, er heyrði, vissi, að hégómi væri og skrök og svo sjálfur hann. Það væri þá háð en eigi lof.“ Við þökkum þjóðhöfðinga okkar hin vinsamlegu orð í garð byggðarlagsins okkar og Vestmannaeyinga í heild.
Þessi glögga og sálfræðilega ályktun Snorra Sturlusonar er enn í glæstu gildi. Og hér talaði forseti Íslands í eyru þjóðarinnar á miklum og myrkum örlagatímum.
Nú bregður ársrit Vestmannaeyja — Blik — hér upp nokkrum myndum, sem varða menningar- og athafnalíf Vestmannaeyinga á undanförnum áratugum. Ritið minnist um leið athafnasamrar forustu í þeim málum öllum. Skýringarnar við myndir þessar eru óbreyttar frá s.l. vori, en þá var ætlunin, að Blik kæmi út. Eldsumbrotin breyttu þeirri ætlan, eins og öllu öðru fyrir okkur Vestmannaeyingum.

Miklar framfarir á ýmsum sviðum hafa átt sér stað hér í Vestmannaeyjakaupstað á undanförnum árum. Þessar miklu og mikilvægu menningarframfarir í bænum, eins og ég vil nefna þær, hafa vakið athygli landsmanna. Ekki hefur mikið vatn til sævar runnið, þegar þetta er skrifað, síðan eitt dagblaðið í Reykjavík gerði þessar merku framkvæmdir og framfarir að umtalsefni. Í þeirri grein blaðsins var kaupstaðurinn okkar talinn einn fremsti kaupstaður landsins á ýmsum sviðum menningar og hallkvæmra framfara. Öðruvísi mér áður brá.
Blik óskar hér að birta nokkrar myndir til að minna á og skýra frá nokkrum þessara framkvæmda bæjarfélagsins, sem aukið hafa því orðstír og lof mætra manna. Þá megum við ekki gleyma því, að sjávarútvegur Eyjabúa er sá aðilinn, sem skýtur styrkustu stoðunum undir hinar mikilvægu framfarir í bænum og framkvæmdir til aukinnar menningar og mannsæmandi afkomu fólksins. En þá skal jafnframt á það minnt, að vilja og skilning bæjarvaldsmanna þarf til, svo að tökin og tækifærin fari ekki á mis og ekkert verði framkvæmt. Aðeins skeggrætt og skrumað.
Á (hægri blaðsíðu) síðunni er mynd af Vestmannaeyjahöfn og töluverðum hluta bæjarins. Hún var tekin 1968 eða fyrir 5 árum.
Unnið hefur verið að hafnarbótum í Vestmannaeyjum síðan árið 1914. Hér munu nú vera ein allra mestu bryggjumannvirki á öllu landinu, enda þarf mikið til í stærstu útvegsstöð landsins.
Vegna þeirra lesenda Bliks, sem lítið eða ekkert þekkja til hér í Vestmanaeyjum, skal eilítil skýring látin fylgja mynd þessari.
Yzt við ströndina sést hafnargarðurinn á Hafnareyrinni, Hringskersgarður svokallaður. Innan við hann og norðar er hinn bogni Hörgeyrargarður.
Yzta bryggjan er Nausthamarsbryggjan með bátakví. Þar skagar fram ,.Gamla bæjarbryggjan“, sem upprunalega var byggð í tveim áföngum á árunum 1907 og 1911 og endurbætt mikið síðan. Við Nausthamarsbryggju sunnanverða stendur Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, eign Einars Sigurðssonar (ríka). Vestan við „Gömlu bæjarbryggjuna“ sunnanverða stendur Fiskiðjan hf. Vestan við hana skagar Básaskersbryggjan norður í höfnina. Hún var á sínum tíma fullgerð (á fjórða áratugnum) talin eitt mesta bryggjumannvirki á öllu landinu.
Innst er svo Friðarhafnarbryggjan og Friðarhöfnin. Á uppfyllingunni að Friðarhafnarbryggjunni er Vinnslustöðin hf., hraðfrystihúsið, sem framleiddi mesta verðmætið af frosnum fiskafurðum af öllum hraðfrystihúsunum innan S.H. árið 1971. Öll eru hraðfrystihúsin í Vestmannaeyjum í flokki hinna stærstu sinnar tegundar í landinu.

ctr

Vegna þeirra lesenda Bliks, sem lítið eða ekkert þekkja til hér í Vestmannaeyjum, skal eilítil skýring látin fylgja mynd þessari.
Yzt við ströndina sést hafnargarðurinn á Hafnareyrinni, Hringskersgarður svokallaður. Innan við hann og norðar er hinn bogni Hörgeyrargarður.
Yzta bryggjan er Nausthamarsbryggjan með bátakví. Þar skagar fram „Gamla bæjarbryggjan“, sem upprunalega var byggð í tveim áföngum á árunum 1907 og 1911 og endurbætt mikið síðan. Við Nausthamarsbryggju sunnanverða stendur Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, eign Einars Sigurðssonar (ríka). Vestan við „Gömlu bæjarbryggjuna“ sunnanverða stendur Fiskiðjan hf. Vestan við hana skagar Básaskersbryggjan norður í höfnina. Hún var á sínum tíma fullgerð (á fjórða áratugnum) talin eitt mesta bryggjumannvirki á öllu landinu.
Innst er svo Friðarhafnarbryggjan og Friðarhöfnin. Á uppfyllingunni að Friðarhafnarbryggjunni er Vinnslustöðin hf., hraðfrystihúsið, sem framleiddi mesta verðmætið af frosnum fiskafurðum af öllum hraðfrystihúsunum innan S.H. árið 1971. Öll eru hraðfrystihúsin í Vestmannaeyjum í flokki hinna stærstu sinnar tegundar í landinu.


Á undanförnum árum hafa Vestmannaeyingar kostað miklu til viðhalds hinum miklu og mikilvœgu hafnarmannvirkjum sínum. Hér fara fram endurbœtur á vestari brún Básaskersbryggjunnar. Eftir nálega fjóra áratugi voru stálveggir hennar farnir að tœrast, svo að þörf var á að endurnýja þá. Myndin er tekin árið 1971.

Austurveggir Básaskersbryggjunnar endurbœttir. Hér sér austur í bátavíkina sunnan við Nausthamarsbryggjuna. Þarna getur að líta Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, hið mikla fyrirtœki Einars Sigurðssonar. — Gamla bæjarbryggjan skagar þarna fram í bátakvína, þar sem smœstu vélbátarnir eiga hald og skjól fyrir vá og veðrum. — Við þennan hluta Básaskersbryggjunnar, austurskot hennar, hefur hafnsögubáturinn, Lóðsinn, einkarétt á að liggja. Svo verður það að vera, eigi föst regla og öryggi að rikja í þeim mikilvœgu störfum til trausts og halds sjómönnunum, sjávarútvegi Eyjamanna og hinum miklu skipakomum.

Mjög miklar endurbœtur fóru fram á Friðarhafnarbryggjunni árið 1968 og næstu ár. Stálveggur var þar gjörður í stað tréveggs og fleira var þar endurbœtt til varanlegra bóta á hinum miklu bryggjumannvirkjum. - Hér á myndinni er Bergsteinn Jónasson frá Múla í Eyjum, sem verið hefur bryggjuvörður þar í heimabyggð sinni við góðan orðstír um tugi ára.

ctr





ctr ctr


Myndin til vinstri:
Á árunum 1947-56 var byggt gagnfræðaskólahús í Vestmannaeyjum. Þeirri byggingu var valinn staður á fagurri hæð suður af Landakirkju. - Vegna staðarvalsins hefur svo atvikazt nú, að í þessari skólabyggingu þykir öruggast að reka miðstöð alls athafnalífs við björgunarstörfin á Heimaey, meðan eiturgas og annar hroði herjar bæinn, sérstaklega lægri hluta hans.

Myndin til hægri:
Á undanförnum árum hefur saga barnafræðslunar í Eyjum frá fyrstu tíð verið rakin í Bliki til ársins 1938. — Á undanförnum tveim árum hefur verið unnið að stœkkun barnaskólahússins í kaupstaðnum. Mynd þessi er tekin á s.l. ári og sýnir, hversu langt er þar komið framkvæmdum að settu marki.

ctr


Myndin til vinstri:
Árið 1970 hófust framkvæmdir við byggingu vatnsgeymis suður í Löngulág. Þar skal byggður í tveim áföngum vatnsgeymir, sem rúmar 5000 smálestir vatns.
Helmingur þessa geymis hefur verið byggður þarna á árunum 1970—1972.
Úr geymi þessum skal neyzluvatnið renna í húsin í meginhluta bæjarins. Þau hús, sem hærra standa, fá vatn úr litlum geymi, sem byggður verður í námunda við Helgafell vestanvert. Byggingarmeistari yfir þessum merku framkvœmdum var Hjörleifur Guðnason, múrarameistari.

Myndin til hægri:
Til þess að auka straum neyzluvatnsins til Heimaeyjar frá Eyjafjöllum, þurfti Vestmannaeyjakaupstaður að byggja kraftmikla dœlustöð á Landeyjasandi. Myndin er af dæluhúsinu. Við húsið standa þeir Magnús H. Magnússon bæjarstjóri, og Þórhallur Jónsson, verkfræðingur.

ctr ctr


Myndin til vinstri:
Rafveita Vestmannaeyja tók til starfa árið 1916. Upphaflega var vélaafl hennar þá 50 hestöfl. Eftir 10 ár (eða 1926) var afl hennar aukið um 100 hestöfl upp í 150 hestöfl. Þá kom hingað sœnskur vélfræðingur til þess að setja niður hina nýju vél og stjórna endurbótum á ýmsum tæknilegum atriðum. Þá var mynd þessi tekin.
Frá vinstri: Jonson hinn sænski, vél- eða tæknifrœðingur, Sveinbjörn Jónsson frá Dölum, fyrsti rafstöðvarstjóri hér í bæ (d. 1930). Vilhjálmur Jónsson, þá starfsmaður hjá bróður sínum Sveinbirni og rafstöðvarstjóri hér eftir hans dag. Ísleifur Magnússon frá London (nr. 3 við Miðstræti), en hann var um tugi ára vélstjóri Rafveitu Vestmannaeyja.

Myndin til hægri:
Árið 1934 var vélaafl Rafveitu Vestmannaeyja aukið í 2380 hestöfl. Árið 1951 hófst undirbúningur að lagningu rafstrengs milli lands og Eyja með því að rannsaka sjávarbotninn með fullkomnustu tækjum, sem þá áttu sér stað, til þess að finna hvar heppilegast yrði að leggja strenginn, þegar til kœmi.
Árið 1962 rœttist þessi „draumur“ Eyjabúa. Þá var Vestmannaeyjakaupstaður tengdur Sogsvirkjuninni. Rafstrengurinn var lagður yfir sundið í júlímánuði það sumar. Í októbermánuði það haust var rafmagninu hleypt á strenginn. Í tilefni þess heimsóttu Eyja merkir menn og málsmetandi. Þá var mynd þessi tekin.
Frá vinstri: Ingólfur Jónsson, ráðherra, Jakob Gíslason, raforkumálastjóri, Torfi Jóhannsson, bœjarfógeti í Vestmannaeyjum, Martin Tómasson, bæjarfulltrúi og Gunnar Sigurmundsson, bœjarfulltrúi.
Ýmsir álykta, að engin mysa hafi verið í glösunum!
Þrátt fyrir raforkunu frá Sogsvirkjun var vélaafl Rafveitu Vestmannaeyja aukið í 5.721 hestafl árið 1966 til þess að fá „toppinn“ nœgilega öflugan, þegar hið mikla atvinnulíf og mikilvæga þjóðarbúinu í heild þyrfti á sem mestri orku að halda.

ctr ctr

Myndin til vinstri sýnir mannfjöldann á Nausthamarsbryggjunni í kaupstaðnum, þegar beðið var eftir fyrstu vatnsbununni til Eyja frá uppsprettulindinni í hlíðinni hjá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum.
Til vinstri fremst á myndinni er bœjarstjórinn, Magnús H. Magnússon. Nœstur á myndinni er skipstjórinn af „kabal“-skipinu danska og aftan við hann stendur Sigurgeir Kristjánsson, forseti bœjarstjórnar. Við brún myndarinnar hægra megin sést andlitið á Eggerti Þorsteinssyni ráðherra. — Myndin er tekin 20. júlí 1968.

Myndin til hægri:
Hátíðafundur í Bœjarstjórn Vestmannaeyja 14. febrúar 1969, en þá voru liðin rúm 50 ár frá þeim tíma að fyrstu bœjarstjórnarkosningar í Eyjum áttu sér stað samkv. lögum um bœjarstjórn í Vestmannaeyjum 1918.
Við borðið sitja þessir menn (frá vinstri): Guðlaugur Gíslason bœjarf., Björn Guðmundsson bœjarf., Jón Í. Sigurðsson bœjarf., Gísli Gíslason bœjarf., Magnús H. Magnússon, bæjarf. og bœjarstjóri, Sigurgeir Kristjánsson bæjarf. og forseti bœjarstjórnar, Magnús Jónasson bæjarritari, Gunnar Sigurmundsson bœjarf., Garðar Sigurðsson bæjarf. og Jóhann Björnsson bæjarf.
Hátíðarfundur þessi var haldinn í Samkomuhúsi Vestmannaeyja og sátu hann margir gestir bæjarstjórnar. — Með mynd þessari kýs ég að prenta orð Matthíasar skálds Jochumssonar, er hann lét prenta í bók sinni Sögukaflar af sjálfum mér um forgöngumenn hinnar miklu menningar, sem blómstraði í Flatey á Breiðafirði á s.l. öld: „Menning í kaupstað eða þéttbýli byggist fyrst og fremst á því, að þéttbýlið eigi menntaða hugsjónamenn til að ganga í broddi fylkingar um allar framkvæmdir, hvort sem þær eru andlega eða efnalega skyldar.“ — Þessum orðum vill Blik beina til bæjarfulltrúa Vestmannaeyjakaupstaðar til hugleiðingar með viðurkenningu og virðingu.

ctr ctr

Myndin til vinstri:
Til þess að minnast fimmtíu ára afmœlis þeirra lagaákvœða, sem fjalla um bœjarstjórn í Vestmannaeyjum, hélt bœjarstjórn kaupstaðarins fund 22. nóv. 1968. Þá var þessi mynd tekin. Til vinstri situr Mugnús H. Magnússon, bœjarstjóri. Sigurgeir Kristjánsson, forseti bœjarstjórnar, les dagskrá fundarins. Lengst til hœgri situr ritari bœjarins þá, Magnús Jónasson frá Grundarbrekku í Eyjum.

Myndin til hægri:
Á hátíðarfundi bœjarstjórnar, 14. jebrúar 1969, söng Samkór Vestmannaeyja undir stjórn Martins Hunger, söngstjóra og organista Landakirkju.

ctr ctr

Mynd til vinstri:
Fjölmargir Eyjabúar sátu hátíðarfund bœjarstjórnar Vestmannaeyja 14. febrúar 1969. Á mynd þessari sjáum við nokkurn hluta fundargesta.

Mynd til hægri:
Frá hátíðarfundi bœjarstjórnar Vestmannaeyja í Samkomuhúsinu 14. febrúar 1969. Þarna sitja á fremstu bekkjum margir fyrrverandi bœjarfulltrúar í kaupstaðnum, kunnir menn og kotrosknir, þó að aldurinn sé farinn að segja til sín hjá sumum þeirra.

ctr ctr

Myndin til vinstri:
Hér verður hver og einn fundargestur að þekkja sitt eigið andlit og svo félaga sinna og vina. Yngismeyjar og blómarósir eða hvað?

Myndin til hægri:
Veigamikill liður í menningarmálum hvers byggðarlags eru húsnæðismálin. Vestmannaeyjakaupstaður hefur um árabil átt ríkan þátt í framkvœmdum, sem lúta að bættum húsakynnum almennings í bænum. Fyrir nokkrum árum gekk bæjarstjórn Vestmannaeyja í fararbroddi um byggingu sambýlishúss í kaupstaðnum með 24 íbúðum. Sparisjóður Vestmannaeyja lánaði mikið fé til þessara byggingarframkvœmda.
Hér er fyrsta rekustungan tekin að húsi þessu. — Frá vinstri: Gísli Gíslason bæjarfulllrúi, Jóhann Friðfinnsson bæjarfulltrúi, Sighvatur Bjarnason bæjarfulltrúi, Þórhallur Jónsson bœjarverkfr., Hjörleifur Guðnason múrarameistari, Valtýr Snæbjörnsson húsasmíðameistari, Bergur Vilhjálmsson ýtustjóri kaupstaðarins, Ísleifur Ingvarsson bæjarverkstjóri, sem tekur fyrstu rekustunguna að stórhýsi þessu.

ctr ctr

Mynd til vinstri:
Mynd þessi er tekin á flugvellinum í Eyjum 26. apríl 1967. Bœjarstjórn Vestmannaeyja tekur á móti hinum háu herrum Norðurlandaráðs. Það þótti ráðamönnum tilvalið að bjóða fulltrúum Norðurlandaráðs til Vestmannaeyja, stœrstu verstöðvar landsins, að endaðri vetrarvertíð. — Ekki kunnum við að nefna nöfn gestanna. Þriðji maður frá vinstri (snýr andliti að) er Sigurgeir Kristjánsson forseti bœjarstjórnar. Magnús H. Magnússon bæjarstjóri er sjöundi maður frá vinstri. Níundi maður frá vinstri er Martin Tómasson bæjarfulltrúi. Og maðurinn lengst til hœgri er Sigurður heitinn Stefánsson bæjarfulltrúi.

Myndin til hægri:
Árið 1967 heimsótti rússneski sjávarútvegsráðherrann Íslendinga sökum hinna miklu viðskipta þjóðanna, — sölu okkar á fiskafurðum til Rússlands. Fyrst og fremst var hann þá látinn leggja leið sína til Vestmannaeyja og skoða fiskiðjuverin þar. — Myndin er tekin, þegar rússneska ráðherranum var fylgt í Vinnslustöðina við Friðarhafnarbryggju.

ctr ctr

Mynd til vinstri:
Frakkar byggðu fyrsta sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum sumarið 1906. Fyrsti læknir þess Halldór Gunnlaugsson, héraðslæknir í Vestmannaeyjum frá 1906—1924.
Mynd þessi er af frönskum sjúklingum á batavegi í gamla „Franska spítalanum“ í Eyjum ásamt íslenzkri þjónustustúlku og franskri hjúkrunarkonu.

Mynd til hægri:
Hjúkrunarkonur, sem starfað hafa og starfa enn (sumar) við Sjúkrahús Vestmannaeyja, læknamiðstöð og heilsuverndarstöð.
Aftari röð frá vinstri: Elísabet Arnoddsdóttir, Friðbjörg Tryggvadóttir Johnsen, Emelía Jónasdóttir, Sigurbjörg Hlíf Magnúsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Solveig Bára Guðnadóttir.
Fremri röð frá vinstri: Svanhildur Sigurjónsdóttir, Selma Guðjónsdóttir yfirhjúkrunarkona, Unnur Gígja Baldvinsdöttir, Hólmfríður Ólafsdóttir og Ingigerður Eymundsdóttir.

seinni hluti