Jóhannes H. Long

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2007 kl. 11:05 eftir Johanna (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2007 kl. 11:05 eftir Johanna (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhannes H. Jóhannsson Long fæddist 18. ágúst 1894 í Firði í á Seyðisfirði og lést 7. mars 1948 í flugslysi á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Hann bjó í Vöruhúsinu við Skólaveg 2 en þar starfrækti hann verslun ásamt Georg Gíslasyni, einnig starfaði hann sem verkstjóri. Kona hans var Bergþóra Ástrós Árnadóttir fædd 13. sept. 1888 í Vestmannaeyjum, d. 17. okt. 1969 í Reykjavík. Börn þeirra voru: Árni Theodór f.13. apríl 1920, Anna Hulda, f. 2.okt. 1923, Ólafur f, 16. febr. 1926. Jóhanna Dóra, f.19. júní 1928 og Lárus Garðar, f. 22. mars 1931.


Heimildir

  • Gunnlaugur Haraldsson. Longætt II. Þjóðsaga: Reykjavík, 1998.