Sverrir Þór Jónsson
Sverrir Þór Jónsson, bifvélavirki fæddist 5. júlí 1948, síðast á Selfossi, og lést 11. maí 1969 í bifhjólaslysi.
Foreldrar hans Jón Sigurðsson Þórðarson, skipasmiður, húsasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017, og kona hans Stefanía Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 20. nóvember 1920, d. 22. maí 1991.
Börn Stefaníu og Jóns:
1. Stefán Hermann Jónsson vélstjóri, Hrísmóum 4, Garðabæ, f. 19. ágús 1947. Ókv.
2. Sverrir Þór Jónsson bifvélavirki, f. 5. júlí 1948 á Hásteinsvegi 7, síðast á Selfossi, d. 11. maí 1969 í bifhjólaslysi.
3. Birgir Jónsson vélvirki, Skólavegi 31, f. 9. nóvember 1952. Sambýliskona var Mardís Malla Andersen og síðar Ólína Bragadóttir.
4. Elísabet Sigríður Jónsdóttir verkakona, býr í Danmörku, f. 25. desember 1957.
5. Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, garðyrkjufræðingur, Brekkuási 9 í Hafnarfirði, f. 23. september 1960. Maður hennar er Hjalti Steinþórsson.
6. Bjartmar Jónsson sjúkraliði í Noregi, f. 4. júlí 1963. Kona hans er Liv Reidun Hegglan.
Sverrir Þór var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðrún Sigríður.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.