Guðrún Sigríður Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari, garðyrkjufræðingur, með próf í gæðastjórnun á matvælum frá Fisktækniskólanum, fæddist 23. september 1960.
Foreldrar hennar Jón Sigurðsson Þórðarson, skipasmiður, húsasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017, og kona hans Stefanía Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 20. nóvember 1920, d. 22. maí 1991.

Þau Klemens giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Foldahraun 38I. Þau skildu.
Þau Hjalti giftu sig, hafa ekki eignast börn, en hann á fjögur börn frá fyrra sambandi.

I. Fyrrum maður Guðrúnar Sigríðar var Klemens Árni Einarsson, sjómaður, útgerðarmaður, trillukarl, f. 25. janúar 1958.
Börn þeirra:
1. Jón Þór Klemensson, f. 23. nóvember 1978.
2. Sunna Dís Klemensdóttir, f. 22. maí 1988.
3. Birta Mjöll Klemensdóttir, f. 16. nóvember 1989.

II. Maður Guðrúnar Sigríðar er Hjalti Karl Steinþórsson frá Neskaupstað, lögmaður, f. 11. desember 1943. Foreldrar hans Steinþór Einarsson, f. 29. desember 1904, d. 22. júlí 1952, og Guðný Björnsdóttir, f. 20. mars 1906, d. 17. júlí 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.