Forsíða

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. janúar 2025 kl. 18:30 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. janúar 2025 kl. 18:30 eftir Frosti (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
1973 Allir í bátana á Heimaslóð


.

Einstakt björgunarafrek á heimsvísu var þegar íbúar Vestmannaeyja voru fluttir á brott frá Heimaey 23.janúar 1973 Nú hafa verið skráðar upplýsingar með hvaða hætti íbúar flúðu Eyjuna eða alls, 5.049 manns, 2.630 karlar og 2.369 konur auk 50 ófæddra barna sem voru í móðurkviði þann 23.janúar 1973.

Fólkið fór frá Eyjum með 58 bátum og skipum, flugi eða varð lengur í Eyjum þessa nótt. Að auki komu a.m.k. þrír bátar til Eyja um morguninn til að sækja fólk en fóru farþegalausir til baka. Skráð hefur verið hvar sérhver farþegi var búsettur á þeim tíma og með hvaða báti hann fór og hverjir voru í áhöfn þess báts auk þess hverjir fóru með flugi.

Ingibergur Óskarsson hefur unnið þrekvirki við að safna upplýsingum um flóttann mikla frá Heimaey 23. janúar 1973 og eru upplýsingarnar nú aðgengilegar á 1973 Allir í bátana á Heimaslóð.


Mynd vikunnar
Grein vikunnar

Gísli Friðrik Jesson var fæddur í Norður-Hvammi í Mýrdal 14. maí 1906 og lést 3. september 1992. Þar var þá prestssetur. Faðir Friðriks, sr. Jes Anders Gíslason (f. 1872, d. 1961), var þá prestur í Mýrdalsþingum.

Lesa meira

Heimaslóð hefur nú 40.075 myndir og 18.638 greinar.

Vinsamlegast sendið allar ábendingar og fyrirspurnir á netfangið heimaslod@vestmannaeyjar.is