Guðfinnur Á. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2024 kl. 14:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2024 kl. 14:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðfinnur Á. Johnsen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinnur Grétar Johnsen, tæknifræðingur fæddist 20. júní 1949 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Árni Hálfdán Johnsen, kaupmaður, f. 13. október 1892, d. 15. apríl 1963, og síðari kona hans Olga Karlsdóttir, húsfreyja, f. 26. mars 1917, d. 12. apríl 1976.

Börn Olgu og Guðfinns Guðmundssonar:
1. Guðmundur Karl skipstjóri, f. 8. janúar 1941, giftur Ellen Margréti Ólafsdóttur, f. 15. desember 1943.
2. Elín Sesselja húsfreyja og bóndi í Unnarholti í Hrunamannahreppi, f. 1. febrúar 1935. Maður hennar er Trausti Indriðason bóndi, f. 17. febrúar 1935.
3. Kjartan sjómaður, f. 13. mars 1943, d. 30. desember 2009. Kona hans var Ásta Sigurðardóttir Sigurjónssonar, f. 2. mars 1942.
4. Páll Guðfinnsson, tvíburi við Kjartan, f. 13. mars 1943, d. 9. maí 1943.
Börn Olgu og Árna:
5. Guðfinnur Johnsen tæknifræðingur, f. 1949.
6. Jóhannes Johnsen skrifstofumaður, f. 27. júlí 1953, d. 1. júní 2023.

Þau Dýrfinna giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.

I. Kona Guðfinns, skildu), er Dýrfinna Baldvinsdóttir, f. 22. apríl 1954. Foreldrar hennar Baldvin Ingibergur Björgvinsson, f. 17. júlí 1924, d. 12. apríl 1992, og Ragnheiður Ingvarsdóttir, f. 4. apríl 1926, d. 18. september 2014.
Börn þeirra:
1. Olga Ragna Johnsen, f. 19. desember 1972 í Eyjum.
2. Baldvin Johnsen, f. 11. nóvember 1976 í Rvk.
3. Árni Svavar Johnsen, f. 29. júní 1994 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.