Kristrún Gísladóttir (Héðinshöfða)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júní 2024 kl. 18:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júní 2024 kl. 18:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristrún Gísladóttir''' frá Héðinshöfða, húsfreyja fæddist 2. mars 1952 og lést 6. júlí 2020.<br> Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason skipasmiður, f. 13. nóvember 1902 í Stekkjum í Flóa, d. 24. desember 1972, og kona hans Ásdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1913 á Sólheimum í Hrunamannahreppi, d. 9. október 1995. Börn Ásdísar o...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristrún Gísladóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja fæddist 2. mars 1952 og lést 6. júlí 2020.
Foreldrar hennar voru Gísli Gíslason skipasmiður, f. 13. nóvember 1902 í Stekkjum í Flóa, d. 24. desember 1972, og kona hans Ásdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1913 á Sólheimum í Hrunamannahreppi, d. 9. október 1995.

Börn Ásdísar og Gísla:
1. Unnur Gísladóttir húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík, f. 10. ágúst 1934 í Reykjavík.
2. Haukur Gíslason vélstjóri í Eyjum, f. 29. október 1935 á Stóru-Heiði, d. 2. mars 1980.
3. Garðar Gíslason skósmiður í Kópavogi, f. 3. mars 1937 á Stóru-Heiði.
4. Guðrún Gísladóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1938 á Stóru-Heiði.
5. Sigríður Gísladóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1938 á Stóru-Heiði.
6. Gísli Gíslason bóndi á Geldingalæk á Rangárvöllum, f. 15. mars 1940 í Birtingarholti.
7. Þóra Gísladóttir, f. 6. ágúst 1941 í Héðinshöfða, d. 1. mars 1944.
8. Guðmundur Gíslason sjómaður, f. 2. nóvember 1942 í Héðinshöfða, d. 5. nóvember 1968.
9. Halldóra Gísladóttir, f. 20. júlí 1944 í Héðinshöfða, hrapaði til bana úr Hánni 17. maí 1954.
10. Sigurlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1946 í Héðinshöfða, d. 9. nóvember 2022.
11. Stefán Gíslason, f. 21. október 1948 í Héðinshöfða, d. af slysförum 22. apríl 1966.
12. Ólafur Gíslason verkstjóri, f. 12. nóvember 1949 í Héðinshöfða.
13. Kristrún Gísladóttir húsfreyja, f. 2. mars 1952 í Héðinshöfða.
14. Halldóra Gísladóttir húsfreyja, kennari, f. 30. september 1955 í Héðinshöfða.
15. Þóra Gísladóttir húsfreyja, f. 5. mars 1957 í Héðinshöfða.

Kristrún var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Þorsteinn giftu sig 1971, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Strembugötu 23.

I. Maður Kristrúnar, (1971), er Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofustjóri, f. 19. mars 1948 í Laufási.
Börn þeirra:
1. Sólrún Þorsteinsdóttir, f. 21. apríl 1971 í Eyjum.
2. Ingólfur Þorsteinsson, f. 16. júlí 1975 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.