Ingólfur Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingólfur Þorsteinsson viðskiptafræðingur, forstöðumaður á sölu- og viðskiptastýringarsviði hjá Eimskip, fæddist 16. júlí 1975.
Foreldrar hans Þorsteinn Ingólfsson skrifstofustjóri, f. 19. mars 1948, og kona hans Kristrún Gísladóttir húsfreyja, f. 2. mars 1952, d. 6. júlí 2020.

Þau María giftu sig, hafa eignast tvö börn. Þau búa í Kópavogi.

I. Kona Ingólfs er María Garðarsdóttir frá A-Landeyjum, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. september 1984. Foreldrar hennar Garðar Guðmundsson bóndi, f. 12. nóvember 1955, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1963.
Börn þeirra:
1. Jökull Uni Ingólfsson, f. 26. mars 2021.
2. Heiðmar Ingi Ingólfsson, f. 6. nóvember 2023.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Ingólfur.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.