Jórunn Helgadóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. apríl 2024 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. apríl 2024 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jórunn Guðný Helgadóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja fæddist 11. júní 1929 og lést 3. apríl 2024.
Foreldrar hennar voru Helgi Björgvin Benónýsson búfræðingur, bóndi, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 23. apríl 1900 á Stóru-Drageyri í Skorradal, Borg., d. 19. október 1985, og kona hans Nanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1905 á Vesturhúsum, d. 9. september 1975.

Börn Nönnu og Helga:
1. Jórunn Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1929 á Vesturhúsum.
2. Magnús Helgason, f. 10. desember 1930 á Vesturhúsum, d. 30. janúar 1931.
3. Magnús Eggert Helgason skipstjóri, málari í Reykjavík, f. 29. desember 1932 á Vesturhúsum.
4. Jóhannes Þorsteinn Helgason fiskimatsmaður, efnisvörður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1934 á Vesturhúsum.
5. Guðmunda Rósa Helgadóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 21. mars 1936 á Vesturhúsum.
6. Drengur, f. 22. janúar 1938 á Vesturhúsum, d. 25. janúar 1938.
7. Hannes Helgason vélstjóri, póstmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1941 á Vesturhúsum.

Jórunn var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1946, vann í Neytendafélaginu og á skrifstofu Óskars Sigurðssonar endurskoðanda. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Varmalandi 1948-1949 og var síðan kaupakona á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð eitt sumar.
Þau Gunnar giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn, bjuggu á Grímsstöðum til 1957, á Illugagötu 9 1957 til Goss. Þau bjuggu í Reykjavík um skeið eftir Gosið, en fluttust þá til Eyja og bjuggu um skeið á Heiðarvegi 42, þá á Dverghamri 30, voru þar 1986, en bjuggu á Áshamri 33 við andlát Gunnars 2010.
Jórunn býr í íbúðum aldraðra að Eyjahrauni 2.

I. Maður Jórunnar, (31. maí 1952), var Gunnar Þorbjörn Haraldsson frá Grímsstöðum, vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nikhól, d. 30. desember 2010 á Sjúkrahúsinu.
Börn þeirra:
1. Helgi Benóný Gunnarsson stýrimaður, bóndi, verkstjóri á Hellu, f. 3. október 1952. Kona hans Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir.
2. Haraldur Þorsteinn Gunnarsson húsasmiður, stýrimaður, verkamaður í Eyjum, f. 1. maí 1956. Kona hans Kristín Gunnarsdóttir.
3. Matthildur Gunnarsdóttir húsfreyja, tækniteiknari í Kópavogi, f. 15. október 1958. Maður hennar Jón Gunnar Hilmarsson.
4. Nanna Björk Gunnarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 16. ágúst 1962.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Jórunn.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. janúar 2011. Minning Gunnars.
  • Morgunblaðið 19. apríl 2024. Minning Jórunnar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.