Guðjón Pálsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2024 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2024 kl. 13:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðjón Pálsson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Pálsson að taka við viðurkenningu á sjómannadaginn 1979.

Guðjón Pálsson fæddist 10. maí 1936 og lést 20. nóvember 1987. Hann var kvæntur Elínborgu Jónsdóttur frá Laufási, dóttur Önnu í Laufási.

Guðjón var aflakóngur Vestmannaeyja frá 1975-1981 á Gullberginu.

Frekari umfjöllun

Guðjón Pálsson frá Reykjavík, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, aflakóngur fæddist þar 10. maí 1936 og lést 20. nóvember 1987.
Foreldrar hans voru Páll Guðjónsson frá Nefsholti í Holtum, Rang., trésmiður, f. 26. mars 1910, d. 23. desember 1994, og Jónína Guðjónsdóttir frá Skarði á Landi, húsfreyja, f. 7. september 1907, d. 31. ágúst 2001.

Guðjón lauk fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Rvk 1957.
Hann hóf sjómennsku 14 ára, á bátum frá Keflavík, flutti til Eyja í janúar 1958. Hann hóf þar sjómennsku sem stýrimaður hjá Óskari Ólafssyni á Sigurfara. Árið 1960 gerðist Guðjón skipstjóri á Hafbjörgu VE, sem Ingólfur Theodórsson netagerðarmeistari gerði út. Síðan var Guðjón skipstjóri á ýmsum bátum fram til ársins 1970, er hann ásamt tengdaföður sínum, sofnaði fyrirtækið Ufsaberg ásamt Jóni Guðleifi Ólafssyni, og Ólafi Má Sigmundssyni og festu kaup á Gullbergi frá Seyðisfirði.
Árið 1973 réðust þeir félagar í nýsmíði og létu smíða Gullberg VE 292 fyrir sig í Noregi. Þann bát gerðu þeir út síðan og á honum var Guðjón skipstjóri og var aflakóngur margar vertíðir.
Þau Elínborg giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Austurhlíð 12 við Gos 1973, síðan við Hraunslóð 2.

I. Kona Guðjóns, (31. desember 1960), er Elínborg Jónsdóttir frá Laufási, húsfreyja, f. 6. september 1941.
Börn þeirra:
1. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri, f. 27. júní 1960. Kona hans Sigríður Árný Bragadóttir.
2. Anna Guðjónsdóttir sálfræðingur, starfsmaður Félagsstofnunar stúdenta, f. 21. febrúar 1970. Maður hennar Gísli Sigurgeirsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.