Eyjólfur Guðjónsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri fæddist 27. júní 1960.
Foreldrar hans voru Guðjón Pálsson skipstjóri, f. 100. maí 1936, d. 20. nóvember 1987, og kona hans Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, launafulltrúi, f. 6. september 1941.

Börn Elínborgar og Guðjóns:
1. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri, f. 27. júní 1960. Kona hans Sigríður Árný Bragadóttir.
2. Anna Guðjónsdóttir sálfræðingur, starfsmaður Félagsstofnunar stúdenta, f. 21. febrúar 1970. Maður hennar Gísli Sigurgeirsson.

Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku, við Austurveg 3, Austurhlíð 12 og við Hraunslóð 2.
Hann lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1981.
Eyjólfur var sjómaður, stýrimaður, útgerðarmaður, og skipstjóri í afleysingum 1984-1987, en varð þá skipstjóri á Gullbergi VE til 2005. Hann vann hjá Vinnslustöðinni, var skipstjóri á Kap, síðan Ísleifi til 2023.
Þau Sigríður Árný giftu sig 1994, eignuðust tvö börn, en hún átti áður tvö börn. Annað barna Sigríðar ólst upp hjá Eyjólfi. Þau búa við Höfðaveg.

I. Kona Eyjólfs, (21. maí 1994), er Sigríður Árný Bragadóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1958.
Börn þeirra:
1. Elín Sólborg Eyjólfsdóttir læknir, f. 18. nóvember 1992. Maður hennar Almar Gauti Guðmundsson.
2. Guðrún Eyrún Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24. desember 1993.
Barn Sigríðar og fósturbarn Eyjólfs er
1. Donna Ýr Kristinsdóttir, f. 22. desember 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.