Jón Snædal Logason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. febrúar 2024 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. febrúar 2024 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jón Snædal Logason. '''Jón Snædal Logason''' skipstjóri fæddist 11. ágúst 1971 í Reykjavík og lést 6. maí 2013 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar hans voru Logi Snædal Jónsson skipstjóri, f. 21. júlí 1948, d. 15. október 1996, og kona hans Halla Jónína Gunnarsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 5. desember 1941. Börn Höllu og Loga:<br> 1...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Snædal Logason.

Jón Snædal Logason skipstjóri fæddist 11. ágúst 1971 í Reykjavík og lést 6. maí 2013 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Logi Snædal Jónsson skipstjóri, f. 21. júlí 1948, d. 15. október 1996, og kona hans Halla Jónína Gunnarsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, f. 5. desember 1941.

Börn Höllu og Loga:
1. Andvana dengur, f. 5. maí 1970.
2. Jón Snædal Logason skipstjóri, f. 11. ágúst 1971, d. 6. maí 2013. Kona hans Berglind Kristjánsdóttir.
3. Sigrún Snædal Logadóttir kennari, f. 12. júní 1973. Maður hennar Þorsteinn Waagfjörð.
4. Sæbjörg Snædal Logadóttir sjómaður, sjúkraliði, f. 21. júní 1977. Fyrrum maður hennar Sigurður Steinar Konráðsson.

Jón var með foreldrum sínum.
Hann lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1993.
Jón fór fyrst til sjós 16 ára og stundaði sjómennsku ævilangt, lengst var hann stýrimaður og skipstjóri á Smáey VE 144.
Þau Berglind stofnuðu verslunina ,,Adam og Eva“ í Kúluhúsinu og ráku 1990-1993.
Hann var ötull í starfi Íþróttafélagsins Þórs, lék handknattleik og knattspyrnu og var í meistaraflokki ÍBV í handknattleik.
Þau Berglind giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Illugagötu.
Jón Snædal lést 2013.

I. Kona Jóns Snædals er Berglind Kristjánsdóttir húsfreyja, glerlistakona, þerna, kokkur, f. 8. október 1971.
Börn þeirra:
1. Halla Björk Jónsdóttir starfsmaður á Sambýlinu í Eyjum og á tannlæknastofu, f. 13. nóvember 1993. Barnsfaðir hennar Einar Ottó Hallgrímsson. Unnusti hennar Hjálmar Viðarsson.
2. Logi Snædal Jónsson rafvirki, f. 26. janúar 1998. Kona hans Svala Björk Hólmgeirsdóttir.
3. Sæþór Páll Jónsson sjómaður, f. 3. júlí 2001.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.