Sambýlið
Fara í flakk
Fara í leit
Sambýli Öryrkjabandalagsins stendur við Vestmannabraut 58b, þar sem húsið Rauðafell var áður.
Þar eru þjónustuíbúðir fyrir fimm fatlaða einstaklinga og eru þær íbúðir fullnýttar. Markmið sambýlisins er að efla sjálfstæði og færni íbúanna í því skyni að þeir verði eins sjálfbjarga og ráðandi um eigin hag og kostur er. Til þess að ná þessu markmiði er íbúum veitt leiðsögn og stuðningur eftir þörfum og lögð er áhersla á að hafa heimilsmenn með í ráðum um allt sem varðar einkahagi þeirra.