Þorsteinn Waagfjörð (Garðhúsum)
Þorsteinn Waagfjörð frá Garðhúsum, vélstjóri, iðnrekandi í Garðabæ fæddist 27. apríl 1962 í Eyjum.
Foreldrar hans: Jón Waagfjörð yngri, bakari, málari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005, og kona hans Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð húsfreyja, kaupmaður, f. 13. febrúar 1926.
Barn Jóns Waagfjörðs fyrir hjónaband:
1. Már Viktor Jónsson bifvélavirki, f. 5. desember 1940. Kona hans var Þyrí Hólm, látin. Sambýliskona hans var Sonja Ólafsdóttir, látin.
Börn Jóns og Berthu:
2. Halldór Waagfjörð vélstjóri, vélvirkjameistari, útgerðarmaður, f. 2. maí 1947 í Reykjavík. Kona hans var Ásta Þorvaldsdóttir, látin.
3. Kristinn Waagfjörð bakari, múrarameistari í Mosfellsbæ, f. 27. nóvember 1949 í Reykjavík. Kona hans er Hjördís Sigmundsdóttir, og Önnu Hörleifsdóttur frá Skáholti.
4. Þorvaldur Waagfjörð sjómaður, f. 3. júní 1952, d. 16. september 1979 af slysförum. Kona hans, (skildu), var Sigríður Tómasdóttir.
5. Grímur Rúnar Waagfjörð rafvirki í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1956. Kona hans er Helga Gunnarsdóttir.
6. Þorsteinn Waagfjörð vélstjóri, frystivélvirki í Garðabæ, rekur fyrirtækið Frystitækni ehf., f. 27. apríl 1962. Kona hans er Sigrún Snædal Logadóttir.
7. Rósa María Waagfjörð húsfreyja í Reykjavík, f. 29. nóvember 1966. Sambýlismaður hennar var Hreiðar H. Hreiðarsson. Sambýlismaður er Einar Ingason.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim í Gosinu 1973, fyrst á Álftanes, þá í Hafnarfjörð og síðast í Holtsbúð í Garðabæ og þar býr hann enn.
Hann tók 2. stig í Vélskóla Íslands 1986.
Þorsteinn var 1. vélstjóri hjá Kleifum hf. á Gjafari VE 600 1987-1988 og hjá Bergi-Huginn ehf á Vestmannaey VE 54 1988-1996.
Hann vann í Kæliverksmiðjunni Frosti hf. frá 1996 til ársins 2004. Þá stofnaði hann fyrirtækið Frystitækni ehf. í Garðabæ og hefur rekið það síðan.
Þorsteinn eignaðist barn með Sigríði Huld 1983.
Þau Sigrún giftu sig 2002, búa í Garðabæ og eiga þrjú börn.
I. Barnsmóðir Þorsteins er Sigríður Huld Garðarsdóttir, f. 25. maí 1962 í Reykjavík.
Barn þeirra:
1. Hulda Guðrún Þorsteinsdóttir flugfreyja, f. 7. mars 1983 í Reykjavík. Sambúðarmaður hennar er Axel Rúnarsson.
II. Kona Þorsteins, (27. apríl 2002), er Sigrún Snædal Logadóttir kennari, f. 12. júní 1973 í Reykjavík.
Börn þeirra:
2. Logey Rós Waagfjörð, f. 10. mars 1998.
3. Eysteinn Arnar Waagfjörð, f. 11. október 2002.
4. Eydís María Waagfjörð, f. 3. janúar 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Sigrún og Þorsteinn.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.