Klara Friðriksdóttir (Látrum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. febrúar 2024 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. febrúar 2024 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Klara Friðriksdóttir.

Klara Friðriksdóttir frá Látrum við Vestmannabraut 44, húsfreyja fæddist 26. september 1916 og lést 30. desember 2008 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Friðrik útvegsbóndi og formaður á Látrum, f. 7. desember 1868 í Dyrhólahjáleigu í Mýrdal, d. 29. október 1940 og kona hans Sigurína Katrín húsfreyja, f. 7. maí 1884 í Grindavíkursókn, d. 26. desember 1922.

Börn Sigurínu Katrínar og Friðriks:
1. Brynjólfur Kristinn, f. 2. júlí 1911, d. 1. apríl 1984.
2. Guðjón, f. 31. ágúst 1912, d. 30. mars 1932.
3. Ármann, f. 21. nóvember 1914, d. 11. nóvember 1989.
4. Klara húsfreyja á Látrum, f. 26. september 1916, d. 30. desember 2008.
5. Ólafía, f. 26. september 1916, d. 22. desember 1993.
6. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 25. júlí 1919 á Látrum, d. 26. desember 1920.
7. Sigurína, f. 22. desember 1922, d. 22. ágúst 2010. Hún ólst upp hjá bróður Friðriks á Látrum, Árna Jónssyni í Görðum og konu hans Kristínu Ögmundsdóttur.

Klara var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Klara var sex ára. Hún var með föður sínum og systkinum og sá snemma um heimilið .
Þau Jón Ísak giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Látrum.
Jón Ísak lést árið 2000 og Klara 2008.

I. Maður Klöru, (29. maí 1939), var Jón Ísak Sigurðsson hafnsögumaður, f. 17. nóvember 1911, d. 28. júní 2000.
Börn Klöru og Jóns Ísaks:
1. Friðrik Jónsson sjómaður, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, f. 18. september 1939.
2. Svava Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, bókhaldari, endurskoðandi, f. 30. september 1942.
3. Guðjón Þórarinn Jónsson rafvirki, f. 29. júní 1949.
4. Ragnar Jónsson læknir, f. 14. október 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.