Kristján Ágúst Adolfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. desember 2023 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2023 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Ágúst Adolfsson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 14. apríl 1949.
Foreldrar hans voru Adolf Magnússon frá Sjónarhól, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 29. nóvember 2005, og kona hans Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.

Börn Þorgerðar og Adolfs:
2. Sólveig Adolfsdóttir, f. 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði. Maður hennar Þór Ísfeld Vilhjálmsson.
3. Kristín Margrét Adolfsdóttir, f. 17. nóvember 1947 í Bjarma. Maður hennar Hafsteinn Sæmundsson.
4. Kristján Ágúst Adolfsson, f. 14. apríl 1949 í Bjarma. Kona hans Guðríður Óskarsdóttir.
5. Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 16. júní 1950 í Bjarma. Maður hennar Páll Jónsson.
6. Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 24. mars 1952 í Bjarma. Maður hennar Ragnar Jónsson.
7. Guðmundur Adolf Adolfsson, f. 13. október 1955 í Bjarma. Kona hans Valdís Jónsdóttir.
8. Soffía Svava Adolfsdóttir, f. 5. janúar 1959 að Vestmannabraut 76. Maður hennar Þórður K. Karlsson.
Barn Adolfs áður:
9. Hafdís Adolfsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, síðar í Noregi, f. 25. apríl 1946 í Reykjavík. Maður hennar Kristján Eyfjörð Hilmarsson.

Kristján var með foreldrum sínum.
Hann lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Kristján varð sjómaður 15 ára, var stýrimaður og skipstjóri, m.a. á Magnúsi Magnússyni og Klakki.
Hann var formaður Stýrimannafélagsins Verðandi, sat í trúnaðarmannaráði þess og sat í stjórn Farmanna- og fiskimannasambandsins.
Þau Guðríður giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Búhamar 31 og einnig við Vestmannabraut 76. Þau búa nú í Reykjavík.

I. Kona Kristjáns, (25. desember 1974), er Guðríður Óskarsdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 23. desember 1952. Foreldrar hennar voru Sigurvin Óskar Alfreð Markússon, f. 12. ágúst 1918, d. 12. febrúar 1995, og Svava Einarsdóttir, f. 9. júlí 1914, d. 17. júlí 1980.
Börn þeirra:
1. Andri Kristjánsson viðskiptastjóri, f. 20. febrúar 1990.
2. Dagný Kristjánsdóttir sálfræðingur, f. 5. janúar 1994. Maður hennar Pascal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.