Jóhanna Soffía Hansen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. desember 2023 kl. 15:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. desember 2023 kl. 15:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhanna Soffía Hansen''' húsfreyja fæddist 26. maí 1921 og lést 5. apríl 1992.<br> Foreldrar hennar voru Hans Maríus Hansen verkamaður, sjómaður, f. 4. ágúst 1868, d. 26. júní 1952, og kona hans Halldóra Helgadóttir Hansen húsfreyja, f. 2. mars 1886, d. 10. ágúst 1959. Hún var í Stefánshúsi á Skálum á Langanesi 1930, síðar húsfreyja á Skálum og Þórshöfn, og í Heiðarhöfn þar til 1968, síðan í Eyjum.<br> Þau Friðrik giftu sig, ei...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Soffía Hansen húsfreyja fæddist 26. maí 1921 og lést 5. apríl 1992.
Foreldrar hennar voru Hans Maríus Hansen verkamaður, sjómaður, f. 4. ágúst 1868, d. 26. júní 1952, og kona hans Halldóra Helgadóttir Hansen húsfreyja, f. 2. mars 1886, d. 10. ágúst 1959.

Hún var í Stefánshúsi á Skálum á Langanesi 1930, síðar húsfreyja á Skálum og Þórshöfn, og í Heiðarhöfn þar til 1968, síðan í Eyjum.
Þau Friðrik giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Friðrik lést 1948.
Þau Lúðvík giftu sig, eignuðust eitt barn saman, en Lúðvík gekk börnum hennar í föðurstað. Þau bjuggu í Heiðarbæ frá 1968. Í Gosinu 1973 bjuggu þau á Kjalarnesi og í Garðinum, en fluttu aftur til Eyja 1974. Hún bjó síðast við Foldahraun 38b.
Lúðvík lést 1979 og Jóhanna 1992.

I. Maður Jóhönnu var Friðrik Jóhannsson sjómaður, f. 1. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1948. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson útgerðarmaður og sjómaður á Skálum á Langanesi, f. 27. september 1876, d. 5. september 1946, og kona hans María Friðriksdóttir húsfreyja, f. 26. mars 1882, d. 9. september 1952.
Börn þeirra:
1. Jóhann Friðjón Friðriksson þungavinnuvélastjóri, sjómaður, netagerðarmaður f. 29. september 1939, d. 3. apríl 2021. Kona hans Fríða Eiríksdóttir.
2. Samúel Maríus Friðriksson sjómaður, f. 25. júní 1941, d. 4. september 1995. Kona hans Jóhanna Alfreðsdóttir.
3. María Friðriksdóttir, húsfreyja, útgerðarmaður, verkakona, f. 1. mars 1943, d. 18. febrúar 2022. Maður hennar Bergvin Oddsson.

II. Maður Jóhönnu var Lúðvík Jóhannsson, f. 23. nóvember 1913, d. 13. október 1979. Hann var bróðir Friðriks fyrri manns hennar.
Barn þeirra:
4. Ásdís Hansen Lúðvíksdóttir húsfreyja, f. 15. október 1944, d. 11. júní 2019. Maður hennar Pétur Elíasson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.