Jóhann F. Friðriksson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóhann Friðjón Friðriksson.

Jóhann Friðjón Friðriksson vinnuvélastjóri, sjómaður, netagerðarmaður fæddist 29. september 1939 á Skálum á Langanesi og lést 3. apríl 2021.
Foreldrar hans voru Friðrik Jóhannsson, f. 1. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1948, og kona hans Jóhanna Soffía Hansen húsfreyja, f. 26. maí 1921, d. 5. apríl 1992.
Stjúpfaðir Jóhanns var Lúðvík Jóhannsson maður Jóhönnu móður hans og föðurbróðir hans.

Börn Jóhönnu og Friðriks:
1. Jóhann Friðjón Friðriksson vinnuvélastjóri, sjómaður, netagerðarmaður f. 29. september 1939, d. 3. apríl 2021. Kona hans Fríða Eiríksdóttir.
2. Samúel Maríus Friðriksson sjómaður, f. 25. júní 1941, d. 4. september 1995. Kona hans Jóhanna Alfreðsdóttir.
3. María Friðriksdóttir, húsfreyja, útgerðarmaður, verkakona, f. 1. mars 1943, d. 18. febrúar 2022. Maður hennar Bergvin Oddsson.

Jóhann var með foreldrum sínum á Skálum, en hann missti föður sinn 1948. Hann var með móður sinni og Lúðvíki Jóhannssyni síðari manni hennar á Þórshöfn og í Heiðarhöfn á Langanesi. Hann flutti síðar til Eyja.
Þau Rannveig Erla giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Sigríður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Fríða giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Jóhann gekk þrem börnum hennar í föðurstað. Þau bjuggu við Fjólugötu 2 1986.
Jóhann lést 2021.

I. Kona Jóhanns, skildu, var Rannveig Erla Guðmundsdóttir, síðar í Bandaríkjunum, f. 26. apríl 1946, d. 17. júní 1974. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Guðmundsson verkamaður í Keflavík, f. 7. október 1907, d. 14. október 1963, og Ragna Ingibjörg Erlendsdóttir, f. 15. september 1921, d. 18. desember 1997.
Börn þeirra:
1. Björn Geir Jóhannsson, f. 29. janúar 1964, d. 16. ágúst 2019. Kona hans Anna Antonsdóttir.
2. Kristín Jóhannsdóttir Clem, f. 8. október 1967. Maður hennar Charles Clem.

II. Kona Jóhanns, skildu, er Sigríður Finnbogadóttir, f. 21. júlí 1945. Foreldrar hennar Finnbogi Ólafsson, f. 2. september 1918, d. 2. júní 2003, og Ragnheiður Sigurborg Bjarnadóttir, f. 11. júlí 1928, d. 4. október 1980.
Börn þeirra:
3. Finnbogi Friðrik Jóhannsson, f. 4. október 1969. Kona hans Hrönn Birgisdóttir.
4. Berglind Jóhannsdóttir, f. 4. júlí 1972. Hún á þrjú börn.

III. Kona Jóhanns er Fríða Eiríksdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 14. október 1947. Foreldrar hennar voru Eiríkur Kristjánsson bifreiðastjóri, verkamaður í Reykjavík, f. 11. mars 1889, d. 16. júní 1949, og Sigríður Guðmundsdóttir, f. 23. júlí 1903, d. 30. mars 1959.
Börn Fríðu og fósturbörn Jóhanns:
1. Anna Lilja Antonsdóttir, Marshall, f. 24. apríl 1968.
2. Róbert Marshall fjölmiðlamaður, f. 31. maí 1971. Kona hans Brynhildur Ólafsdóttir.
3. Eiríkur Tómas Marshall kvikmyndatökumaður, f. 16. maí 1974. Kona hans Bryndís Hrönn Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.