Kristín Margrét Adolfsdóttir
Kristín Margrét Adolfsdóttir húsfreyja fæddist 17. nóvember 1947 í Bjarma við Miðstræti 4.
Foreldrar hennar voru Adolf Magnússon frá Sjónarhól, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 29. nóvember 2005, og kona hans Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.
Börn Þorgerðar og Adolfs:
2. Sólveig Adolfsdóttir, f. 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði. Maður hennar Þór Ísfeld Vilhjálmsson.
3. Kristín Margrét Adolfsdóttir, f. 17. nóvember 1947 í Bjarma. Maður hennar Hafsteinn Sæmundsson.
4. Kristján Ágúst Adolfsson, f. 14. apríl 1949 í Bjarma. Kona hans Guðríður Óskarsdóttir.
5. Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 16. júní 1950 í Bjarma. Maður hennar Páll Jónsson.
6. Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 24. mars 1952 í Bjarma. Maður hennar Ragnar Jónsson.
7. Guðmundur Adolf Adolfsson, f. 13. október 1955 í Bjarma. Kona hans Valdís Jónsdóttir.
8. Soffía Svava Adolfsdóttir, f. 5. janúar 1959 að Vestmannabraut 76. Maður hennar Þórður K. Karlsson.
Barn Adolfs áður:
9. Hafdís Adolfsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, síðar í Noregi, f. 25. apríl 1946 í Reykjavík. Maður hennar Kristján Eyfjörð Hilmarsson.
Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963.
Þau Hafsteinn giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Ólafsfirði.
I. Maður Kristínar er Hafsteinn Þór Sæmundsson, f. 16. desember 1948. Foreldrar hans Sæmundur Pálmi Jónsson frá Vatnsenda í Ólafsfirði, skipstjóri, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 12. september 1922, d. 16. desember 2012, og kona hans Halldóra Gestsdóttir frá Kálfsá í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 9. mars 1924, d. 17. júní 1986.
Börn þeirra:
1. Halldór Þór Hafsteinsson, f. 10. apríl 1966 í Eyjum.
2. Þorgerður Sigríður Hafsteinsdóttir, f. 9. apríl 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 2012. Minning Sæmundar Pálma Jónssonar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.