Gídeonfélagið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. nóvember 2006 kl. 16:19 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. nóvember 2006 kl. 16:19 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Nokkrir félagar Gídeonfélagsins.

Gídeonfélagið á Íslandi var stofnað árið 1945.

Vestur-íslendingurinn Kristinn Guðnason fluttist ungur að árum til Bandaríkjanna og kynntist samtökunum þar. Hann fékk ákafa löngun til að gjalda ættlandi sínu skuld, sem hann taldi sig vera í við það og taldi sig best geta goldið hana með því að beita sér fyrir stofnun Gídeonfélaga hér á landi. Hann komst í kynni við Ólaf Ólafsson kristniboða. Ólafi var ljós þörfin fyrir Gídeonfélag hér ef unnt reyndist að stofna það. Ólafur boðaði nokkra trúaða menn úr verslunarstétt til fundar við sig og Kristinn og hvatti þá til félagsstofnunar. Varð úr að sautján þeirra sem boðaðir voru á fundinn stofnuðu Gídeonfélag þann 30. ágúst árið 1945.

Síðan þá hafa verið stofnuð fimmtán önnur félög (kallast deildir) hér á Íslandi, m.a. á Akureyri, Akranesi, í Garðabæ, Hafnarfirði og Álftanesi, á Ísafirði, í Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum. Árið 2001 eru Gídeonfélagar hér á landi 158 auk 57 félaga í kvennadeildum, samtals 215. Þann 19. júní 1965 var Landssamband Gídeonfélaga á Íslandi stofnað.

Félagið dreifir Nýja testamentum og Biblíum til tíu ára skólabarna, á hótelherbergi, við sjúkrarúm, við rúm aldraðra á dvalarheimilum, í fangaklefa og víðar. Gídeonfélagið á Íslandi er hluti af Alþjóðasamtökum Gídeonfélaga.

Fyrsta Gídeonfélagið var stofnað árið 1899 í Wisconsin í Bandaríkjunum, árið 1911 var það stofnað í Kanada og Ísland var þriðja landið sem Gídeon var stofnað í, en það var árið 1945.

Vestmannaeyjadeild Gídeonfélagsins var stofnuð árið 1981. Stofnendur voru m.a. Jóhann Friðfinnsson og Ólafur Þórðarson.

Vestmannaeyjadeildin var endurvakin 11. mars 2006, og eru félagsmenn tólf. Þeir eru eftirtaldir.

Gísli J. Óskarsson formaður
Magnús Jónasson ritari og tengiliður
Sigurfinnur Sigurfinnsson
Ágúst Halldórsson kabelán
Halldór Hallgrímsson
Hjalti Kristjánsson
Óskar P. Friðriksson varaformaður
Jóhannes Esra Ingólfsson
Vilhjálmur Vilhjálmsson gjaldkeri
Guðjón Þ. Jónsson
Arnór Hermannsson
Arnar Hjaltalín

Heimildir