Selma Sigurjónsdóttir (Sunnudal)
Selma Sigurjónsdóttir frá Sunnudal við Kirkjuveg 28, húsfreyja, fulltrúi fæddist 2. ágúst 1930 á Heiði við Sólhlíð 19 og lést 4. maí 2019.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Sigurbjörnsson tollvörður, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, f. 24. júlí 1905, d. 23. desember 1998, og kona hans Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1907, d. 22. mars 1963.
Börn Ingibjargar og Sigurjóns:
1. Inga Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 15. júlí 1929, d. 20. september 2012.
2. Selma Sigurjónsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 2. ágúst 1930, d. 4. maí 2019.
Selma var með foreldrum sínum.
Hún var fulltrúi í Reykjavík.
Hún eignaðist barn með Axel 1952.
Þau Friðþjófur giftu sig 1957, eignuðust tvö börn og Friðþjófur fóstraði barn Selmu.
Selma lést 2019.
I. Barnsfaðir Selmu var Axel Arthúr Kristjánsson bakari, f. 20. september 1924 í Kaupmannahöfn og lést 8. september 2003 á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.
Barn þeirra:
1. Ágústa Hrönn Axelsdóttir, f. 21. september 1952. Hún er með BA-próf í ensku og frönsku, var framhaldsskólakennari og þýðandi í Reykjavík. Barnsfaðir hennar Ingólfur Steinsson. Maður hennar Þorsteinn Þorsteinsson Snædal markaðsráðgjafi.
II. Maður Selmu, (5. maí 1957), er Friðþjófur Hauksson Björnsson læknir, sérfræðingur í lungnslækningum, f. 18. nóvember 1930 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Haukur Sigfried Baldvinsson Björnsson verslunarmaður, f. 27. júlí 1906, d. 21. október 1983, og kona hans Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 7. mars 1907, d. 22. janúar 1985.
Börn þeirra:
2. Haukur Friðþjófsson, próf frá M.H.Í, sjómaður í Reykjavík, f. 15. ágúst 1957. Kona hans Ingiríður Branddís Þórhallsdóttir.
3. Sigurjón Þór Friðþjófsson, stúdent frá Mentaskólanum við Sund, gæslumaður í Reykjavík.
Barn Selmu og fósturbarn Friðþjófs:
1. Ágústa Hrönn Axelsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.