Inga Sigurjónsdóttir (Sunnudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Inga Sigurjónsdóttir.

Inga Sigurjónsdóttir frá Sunnudal við Kirkjuveg 28, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 15. júlí 1929 að Bakkastíg 2 og lést 20. september 2012.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Sigurbjörnsson tollvörður, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, f. 24. júlí 1905, d. 23. desember 1998, og kona hans Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1907, d. 22. mars 1963.

Börn Ingibjargar og Sigurjóns:
1. Inga Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 15. júlí 1929, d. 20. september 2012.
2. Selma Sigurjónsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 2. ágúst 1930, d. 4. maí 2019.

Inga var með foreldrum sínum í æsku, á Bakkastíg 2 og í Sunnudal.
Hún flutti til Reykjavíkur 1948, vann hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf til 1954, síðar vann hún á skrifstofu Mjólkursamsölunnar í nokkur ár og að síðustu hjá Tryggingastofnun Ríkisins.
Þau Guðmundur giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í nokkur ár í Danmörku, en lengst í Reykjavík.

I. Maður Ingu, (5. september 1953), var Guðmundur Magnús Kristinsson sjómaður, skipstjóri á erlendum olíuflutningaskipum, síðast skipstjóri á olíuflutningaskipinu Bláfelli, f. 8. janúar 1928, d. 24. maí 1998. Foreldrar hans voru Kristinn Hróbjartsson bifreiðastjóri, f. 24. október 1890, d. 10. desember 1965, og kona hans Kristín Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1893, d. 5. desember 1982.
Börn þeirra:
1. Garðar Guðmundsson læknir, f. 16. desember 1954. Kona hans Guðrún Helgadóttir.
2. Sigrún Kristín Guðmundsdóttir leikskólastjóri, f. 21. júlí 1957. Fyrrum sambúðarmaður Torfi Ólafsson. Fyrrum maður hennar Lúðvík Júlíus Jónsson. Maður hennar Jón Sveinn Gíslason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 28. september 2012. Minning.
  • Morgunblaðið 8. janúar 1999. Minning Guðmundar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.