Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Sunnudal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, húsfreyja fæddist 19. janúar 1907 og lést 22. mars 1963.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Guðjónsson bóndi, síðar yfirfiskimatsmaður á Seyðisfirði, f. 6. október 1876 að Stóru-Laugum í Helgastaðasókn í Þingeyjarsýslu d. 9. júní 1950, og kona hans Kristbjörg Elísabet Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1885 í Klyppstaðarsókn í Loðmundarfirði, d. 16. júlí 1943.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, í Stakkahlíð í Loðmundarfirði og í Pósthúsinu á Seyðisfirði 1920, flutti að heiman 1926, var starfsmaður á Pósthúsinu 1928.
Þau Sigurjón giftu sig 1929 á Seyðisfirði, eignuðust tvö börn. Þau voru komin til Eyja 1929 við fæðingu Ingu. Þau bjuggu við Bakkastíg 2 og í Sunnudal við Kirkjuveg 28, fluttu þaðan 1946.
Þau bjuggu síðast í Lindarhvammi 7 í Kópavogi.
Ingibjörg lést 1963 og Sigurjón 1998.

Maður Ingibjargar, (28. apríl 1929), var Sigurjón Sigurbjörnsson frá Hítardal í Hnapp., tollvörður, útflytjandi, forstöðumaður, útgerðarmaður, bókhaldsmaður, fasteignasali, framkvæmdastjóri, f. 24. júlí 1905 í Hítarnesi í Hnapp., d. 23. desember 1998.
Börn þeirra:
1. Inga Sigurjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 15. júlí 1929, d. 20. september 2012.
2. Selma Sigurjónsdóttir húsfreyja, fulltrúi, f. 2. ágúst 1930, d. 4. maí 2019.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Æviskrár samtíðarmanna. Torfi Jónsson. Skuggsjá. Bókabúð Olivers Steins s.f. 1982-1984.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.