Hrefna Jónsdóttir (Sætúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. maí 2023 kl. 17:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. maí 2023 kl. 17:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hrefna Jónsdóttir''' frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, starfsmaður Loftleiða, grunnskólakennari fæddist þar 9. nóvember 1945.<br> Foreldrar hennar voru Jón Ingi Jónsson vinnumaður, verkamaður, síðar bóndi í Deild í Fljótshlíð, f. 8. febrúar 1911 í Dufþaksholti í Hvolhreppi, Rang., d. 30. ágúst 1996, og hona hans Soffía Gísladóttir húsfreyja, f. 31. desember 1915 í Eyjum, d. 14. sept...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hrefna Jónsdóttir frá Sætúni við Bakkastíg 10, húsfreyja, starfsmaður Loftleiða, grunnskólakennari fæddist þar 9. nóvember 1945.
Foreldrar hennar voru Jón Ingi Jónsson vinnumaður, verkamaður, síðar bóndi í Deild í Fljótshlíð, f. 8. febrúar 1911 í Dufþaksholti í Hvolhreppi, Rang., d. 30. ágúst 1996, og hona hans Soffía Gísladóttir húsfreyja, f. 31. desember 1915 í Eyjum, d. 14. september 2003.

Börn Soffíu og Jóns:
1. Þórir Þröstur Jónsson rafvélavirki, f. 4. febrúar 1940 á Lágafelli. Kona hans er Ragnheiður Skúladóttir húsfreyja.
2. Hrefna Jónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, kennari f. 9. nóvember 1945 í Sætúni við Bakkastíg 10. Maður hennar var Björn Stefánsson flugumsjónarmaður, látinn.

Hrefna var með foreldrum sínum, flutti með þeim að Tumastöðum í Fljótshlíð 1946, þá að Fljótsdal og síðan að Deild í Fljótshlíð.
Hún varð gagnfræðingur í Skógaskóla 1962, var skiptinemi í Bandaríkjunum 1962-1963, var í lýðháskóla í Noregi 1964-1965, varð stúdent í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1984, lauk kennaranámi í Kennaraháskólanum 1993.
Hrefna var hlaðfreyja hjá Loftleiðum 1966-1966, vann þar á sumrin í flugafgreiðslu. Þau Björn bjuggu í Flórida 1978-1981. Hún vann í flugfrakt og á söluskrifstofu Arnarflugs 1986-1990.
Hún kenndi í Selásskóla frá 1994-2016.
Þau Björn giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn og Hrefna fóstraði barn hans að hluta.
Björn lést 2011.

I. Maður Hrefnu, (28. desember 1967), var Björn Stefánsson flugumsjónarmaður, f. 28. október 1943, d. 14. júlí 2011. Foreldrar hans voru Stefán Jón Björnsson frá Þverá í Hallárdal, skrifstofustjóri, f. 22. september 1905, d. 29. ágúst 1998, og kona hans Lára Pálsdóttir frá Gerðakoti í Miðneshreppi, húsfreyja, f. 6. desember 1908, d. 10. maí 1953.
Börn þeirra:
1. Berglind Soffía Björnsdóttir, nam hagnýta menningarmiðlun. Hún hefur verið flugfreyja, ljósmyndari, grafískur hönnuður, starfsmaður ferðaskrifstofu IcelandAir, f. 30. apríl 1968. Fyrrum sambúðarmaður hennar Davíð Másson. Fyrrum maður hennar Hlynur Áskelsson.
2. Stefán Þór Björnsson tölvufræðingur, f. 19. júní 1979. Kona hans Elfa Dögg Finnbogadóttir.
3. Jón Ingi Björnsson viðskiptafræðingur, flugmaður, verðandi flugstjóri, f. 17. júlí 1981. Kona hans Hugrún Valtýsdóttir.
Dóttir Björns og fósturdóttir Hrefnu að hluta:
4. Ragnheiður Kristín Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur, fjölskylduráðgjafi, f. 4. ágúst 1964. Maður hennar Elís Kjartansson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.