Þórir Þröstur Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórir Þröstur Jónsson.

Þórir Þröstur Jónsson rafvélavirki á Hellu fæddist 4. febrúar 1940 á Lágafelli við Vestmannabraut 10.
Foreldrar hans voru Jón Ingi Jónsson vinnumaður, verkamaður, síðar bóndi í Deild í Fljótshlíð, f. 8. febrúar 1911 í Dufþekju í Hvolhreppi, Rang., d. 30. ágúst 1996, og hona hans Soffía Gísladóttir húsfreyja, f. 31. desember 1915 í Eyjum, d. 14. september 2003.

Börn Soffíu og Jóns:
1. Þórir Þröstur Jónsson rafvélavirki, f. 4. febrúar 1940 á Lágafelli. Kona hans er Ragnheiður Skúladóttir húsfreyja.
2. Hrefna Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1945 á Bakkastíg 10. Maður hennar var Björn Stefánsson flugumsjónarmaður, látinn.

Þröstur var með foreldrum sínum, á Lágafelli og í Sætúni við Bakkastíg 10, fluttist með þeim að Tumastöðum í Fljótshlíð 1946, þá að Fljótsdal og síðan að Deild í Fljótshlíð.
Hann lærði rafvélavirkjun í Iðnskólanum á Selfossi, lauk sveinsprófi 1963. Meistari var Magnús Hákonarson.
Hann vann hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi 1963-1964, Kaupfélaginu Þór á Hellu 1964-1973, var síðan við eigin rekstur í fyrirtækinu Ljósá á Hellu.
Þau Ragnheiður giftu sig, eignuðust tvö börn og Þröstur fóstraði börn Ragnheiðar.

I. Kona Þóris Þrastar, (11. mars 2006), er Ragnheiður Skúladóttir frá Hróarslæk á Rangárvöllum, húsfreyja, f. þar 23. ágúst 1948. Foreldrar hennar Skúlí Jónsson sjómaður, síðar bóndi, f. 24. september 1919 í Reykjavík, d. 14. júlí 1988, og kona hans Ingigerður Oddsdóttir frá Heiði á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 31. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Jón Þór Þrastarson rafvirki, f. 28. október 1985. Sambúðarkona hans Ása Jóhannesdóttir.
2. Dögg Þrastardóttir forstöðumaður á vistheimili, f. 19. nóvember 1987. Maður hennar Bjarki Eiríksson
Börn Ragnheiðar og fósturbörn Þrastar:
3. Inga Kolbrún Ívarsdóttir matráðskona, f. 3. nóvember 1972. Fyrrum maður hennar Páll Vignir Viðarsson.
4. Drífa Nikulásdóttir þjálfari, f. 13. mars 1974. Maður hennar Ólafur Sigurgrímsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Þröstur og Ragnheiður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.