Guðrún Ólafsdóttir (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2023 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2023 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Ólafsdóttir''' húsfreyja, rafvirki fæddist 15. ágúst 1956 á Kirkjubæjarbraut 18.<br> Foreldrar hennar voru Pétur ''Ólafur'' Pálsson frá Héðinshöfða, sjómaður, verkamaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 3. nóvember 1927, d. 6. apríl 2011, og kona hans Þórey Guðrún Björgvinsdóttir frá Hvoli, húsfreyja, f. 9. apríl 1931...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, rafvirki fæddist 15. ágúst 1956 á Kirkjubæjarbraut 18.
Foreldrar hennar voru Pétur Ólafur Pálsson frá Héðinshöfða, sjómaður, verkamaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 3. nóvember 1927, d. 6. apríl 2011, og kona hans Þórey Guðrún Björgvinsdóttir frá Hvoli, húsfreyja, f. 9. apríl 1931.

Börn Þóreyjar og Ólafs:
1. Þyrí Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 16. nóvember 1949 á Hvoli. Maður hennar Snorri Jónsson, látinn.
2. Björgvin Ólafsson skipasali í Reykjavík, f. 4. janúar 1951 á Hvoli. Kona hans Guðrún Jakobsen.
3. Gunnhildur Ólafsdóttir bókhaldskona, f. 14. janúar 1953 að Eyjarhólum. Fyrrum maður hennar Ragnar Guðjónsson Aanes.
4. Guðrún Ólafsdóttir rafvirki, verslunarmaður, f. 25. ágúst 1956 að Kirkjubæjarbraut 18. Fyrrum maður hennar Jón Guðmundsson.
5. Ólafur Þór Ólafsson sölumaður, f. 17. júlí 1961. Kona hans Evelyn Otilia Foelsche Polo.
6. Anna María Ólafsdóttir býr á Englandi, f. 12. febrúar 1967. Maður hennar Carl Oszko.

Guðrún var með foreldrum sínum.
Hún lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1978. Meistari var Snorri Jónsson. Hún lauk tveim önnum í Tækniskóla Íslands 1978-1979.
Þau Jón giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.

I. Maður Guðrúnar, skildu, er Jón Guðmundsson verksmiðjustjóri, eigandi Sælgætisgerðarinnar Freyju, f. 10. desember 1956. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bakari og verksmiðjueigandi í Reykjavík, f. 28. apríl 1918 á Stóra-Seli í Reykjavík, d. 21. nóvember 1990, og kona hans Jóhanna Júlía Sigurðardóttir frá Skuld, húsfreyja, f. 4. mars 1923, d. 21. janúar 2014.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Jónsson, f. 27. mars 1977.
2. Berglind Jónsdóttir, f. 22. ágúst 1980.
3. Davíð Freyr Jónsson, f. 20. janúar 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.