Marta Hannesdóttir (Brimhólum)
Guðný Marta Hannesdóttir frá Brimhólum, húsfreyja, saumakona fæddist 28. júní 1913 á Hjalla við Vestmannabraut 57 og lést 15. júlí 2011 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hennar voru Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1981, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1884 á Bakka í A.-Landeyjum, d. 5. maí 1976.
Börn Guðrúnar og Hannesar:
1. Jón Hjaltalín Hannesson rafvirki, vélstjóri, f. 20. júní 1912 á Lögbergi, d. 26. nóvember 2017.
2. Guðný Marta Hannesdóttir saumakona, f. 28. júní 1913 á Hjalla, d. 15. júlí 2011.
3. Hálfdán Hannesson bifvélavirki, f. 4. október 1914 á Hjalla, d. 12. febrúar 2011.
4. Ragnheiður Hannesdóttir húsfreyja, f. 12. október 1915 á Hjalla, d. 5. mars 2015.
5. Elínborg Hannesdóttir hattagerðarkona, saumakona, f. 23. ágúst 1917 á Hjalla, d. 19. maí 2010.
6. Þóra Hannesdóttir húsfreyja, saumakona, f. 2. júní 1919 á Steinsstöðum, d. 6. febrúar 2000.
7. Sigurður Hannesson, f. 21. apríl 1922 á Steinsstöðum, d. 28. apríl 1922.
Marta var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim 1930.
Hún vann sveitastörf og við fiskiðnað, réðst í vist u. Eyjafjöll og flutti þaðan til Reykjavíkur. Hún rak síðar saumafyrirtæki í Reykjavík ásamt Þóru systur sinni.
Þau Jón giftu sig 1933, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Reykjavík nema í nokkur ár á fimmta áratugnum, er þau bjuggu á Akureyri. Þau byggðu við húsið við Sólvallagötu 60 1952 og bjuggu þar.
Jón lést 1983.
Marta flutti til Guðrúnar dóttur sinnar í Róm á Ítalíu eftir fráfall Jóns, bjó þar til 2009, en þá flutti hún á Hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík.
Hún lést 2011.
I. Maður Mörtu, (30. desember 1933), var Jón Lárusson sjómaður, vélstjóri, f. 14. september 1908, d. 12. apríl 1983. Foreldrar hans voru Lárus Jónsson frá Garðhúsum í Gerðahreppi, Gull., sjómaður, f. 5. ágúst 1886, d. 15. september 1964, og kona hans Guðríður Pálsdóttir frá Vallarhúsum í Miðneshreppi, Gull., húsfreyja, f. 6. júlí 1883, d. 29. júlí 1959.
Börn þeirra:
1. Margrét Þóra Jónsdóttir, f. 28. nóvember 1934. Maður hennar Árni Ingólfsson.
2. Hannes Gunnar Jónsson, f. 27. ágúst 1936. Kona hans Kristín Anna Kristinsdóttir.
3. Lárus Jónsson, f. 15. nóvember 1943. Kona hans Kristín Sonja Egilsdóttir.
4. Ágúst Jónsson, f. 14. júlí 1947. Kona hans Ingibjörg Benediktsdóttir.
5. Guðrún Gunnlaug Jónsdóttir, f. 7. janúar 1952. Maður hennar Ari Guðmundsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 27. júlí 2011. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.