Ása Helgadóttir (Staðarhóli)
Ása Sigríður Helgadóttir frá Staðarhóli við Kirkjuveg 57, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 18. mars 1930 í Eyjum og lést 5. júlí 2015 á heimili sínu að Sauðármýri 3 á Sauðárkróki.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónatansson frá Efsta-Bóli í Önundarfirði, kaupmaður, útgerðarmaður, útflytjandi, f. 1. apríl 1887, d. 1. október 1950, og kona hans Ellen Marie Nielsine Torp Steffensen húsfreyja, trúboði frá Kalundborg í Danmörku, f. 2. mars 1899, d. 17. nóvember 1941.
Börn Helga og Ellen Marie:
1. Helga Signý Helgadóttir, f. 14. september 1932, d. 24. febrúar 2020.
2. Ása Sigríður Helgadóttir , f. 18. mars 1930, d. 5. júlí 2015.
3. Gunnhildur Svava Helgadóttir, f. 10. apríl 1935.
Ása var með foreldrum sínum, á Auðsstöðum við Brekastíg 15B, á Heiði við Sólhlíð 19, á Haukabergi við Vestmannabraut 11 og á Staðarhóli.
Móðir hennar lést, er Ása var á tólfta árinu.
Hún lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1947.
Ása vann skrifstofustörf í Eyjum, síðar við fiskiðnað. Hún var launafulltrúi hjá Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Hún var virkur félagi í Kvenfélagi Sauðárkróks og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum, söng mikið með kórum í Eyjum og síðar í kirkjukór á Sauðárkróki og í kór eldri borgara þar. Hún sat í barnaverndarnefnd um árabil. Ása var virkur félagi í Kvenfélagi Heimaeyjar í Reykjavík.
Þau Sæmundur giftu sig 1952, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Eyjum, Reykjavík og Kópavogi, en fluttu til Sauðárkróks 1957, bjuggu í fyrstu þar við Skógargötu 18, en frá 1967 bjuggu þau við Skagfirðingabraut 47, í húsi, sem þau byggðu.
Sæmundur lést 2005 og Ása 2015.
I. Maður Ásu, (26. janúar 1952), var Sæmundur Árni Hermannsson frá Ysta-Mói í Fljótum, Skagaf., hótelstjóri, tollvörður, framkvæmdastjóri, hrossabóndi, f. 11. maí 1921, d. 12. ágúst 2005.
Börn þeirra:
1. Elín Helga Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. mars 1952. Maður hennar Jón Örn Berndsen.
2. Herdís Ása Sæmundsdóttir fræðslustjóri, f. 30. júlí 1954. Maður hennar Guðmundur Ragnarsson.
3. Hafsteinn Sæmundsson viðskiptafræðingur, fjármálastjóri, f. 18. febrúar 1956. Barnsmóðir hans Sigríður Steingrímsdóttir. Fyrrum kona hans Anna María Sverrisdóttir. Sambúðarkona hans Sigríður Ólöf Sigurðardóttir.
4. Gunnhildur María Sæmundsdóttir leikskólafulltrúi, f. 22. maí 1957. Maður hennar Ragnar Sveinsson.
5. Margrét Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 27. desember 1960. Maður hennar Árni Kristinsson.
6. Hermann Sæmundsson stjórnmálafræðingur, skrifstofustjóri, f. 19. júní 1965. Kona hans Guðrún Sesselja Grímsdóttir.
7. Anna Elísabet Sæmundsdóttir verkefnastjóri, f. 14. nóvember 1966. Fyrrum maður hennar Friðrik Arnar Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 11. júlí 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.