Ellen Marie Steffensen Jónatansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ellen Marie Nielsine Torp Steffensen Jónatansson frá Kalundborg í Danmörku, húsfreyja trúboði fæddist 2. mars 1899 og lést 17. nóvember 1941. Ellen kom til Hafnarfjarðar, síðan til Ísafjarðar til trúboðs á vegum Hjálpræðishersins og síðar í Eyjum á vegum K.F.U.K.
Hún lék á fjölmörg hljóðfæri, kenndi m.a. börnum á gítar hjá K.F.U.K.
Þau Helgi giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Auðsstöðum við Brekastíg 15B 1930, á Heiði við Sólhlíð 19 1935, á Haukabergi við Vestmannabraut 11, síðan á Staðarhóli við Kirkjuveg 57.
Ellen lést 1941 og Helgi 1950.

I. Maður Ellenar var Helgi Jónatansson frá Efstabóli í Önundarfirði, kaupmaður, útgerðarmaður, útflytjandi, f. 1. apríl 1887, d. 1. október 1950.
Börn þeirra:
1. Ása Sigríður Helgadóttir húsfreyja, launafulltrúi, f. 18. mars 1930, d. 5. júlí 2015.
2. Helga Signý Helgadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. september 1932, d. 24. febrúar 2020.
3. Gunnhildur Svava Helgadóttir húsfreyja, móttökuritari, f. 10. apríl 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.