Helga S. Helgadóttir (Staðarhóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helga Signý Helgadóttir.

Helga Signý Helgadóttir frá Staðarhóli við Kirkjuveg 57, húsfreyja fæddist 14. október 1932 í Kaupmannahöfn og lést 24. febrúar 2020 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónatansson frá Efsta-Bóli í Önundarfirði, f. 1. apríl 1887, d. 1. október 1950, og kona hans Ellen Marie Nielsine Torp Steffensen frá Kalundborg í Danmörku, f. 2. mars 1899, d. 17. nóvember 1941.

Börn Helga og Ellen Marie:
1. Helga Signý Helgadóttir, f. 14. september 1932, d. 24. febrúar 2020.
2. Ása Sigríður Helgadóttir , f. 18. mars 1930, d. 5. júlí 2015.
3. Gunnhildur Svava Helgadóttir, f. 10. apríl 1935.

Helga var með foreldrum sínum, flutti með þeim frá Danmörku og bjó með þeim á Staðarhóli. Móðir hennar lést, er Helga var á tíunda árinu. Hún var með föður sínum.
Helga vann í verslun, þjónustuíbúðum og að síðustu í félagsmálaráðuneytinu.
Hún var virk í Kvenfélagi Heimaeyjar, í kór eldri borgara í Reykjavík og í kirkjustarfi.
Þau Þórarinn giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst í Laugarneshverfi.
Þórarinn lést 2014 og Helga 2020.

I. Maður Helgu, (14. október 1950), var Þórarinn Sigfússon Öfjörð frá Lækjamóti í Flóa, f. 3. janúar 1926, d. 14. október 2014. Foreldrar hans voru Sigfús Öfjörð Þórarinsson bóndi, smiður, skytta, f. 13. febrúar 1892, d. 23. febrúar 1963, og kona hans Lára Guðmundsdóttir Öfjörð húsfreyja, f. 15. september 1898, d. 12. júní 1968.
Börn þeirra:
1. Helgi Rafn Þórarinsson verktaki, f. 23. september 1950, d. 14. júní 2016.
2. Ellen Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 3. maí 1953. Maður hennar Sigurgeir Þorsteinsson.
3. Dagný Þórarinsdóttir húsfreyja, félagsfræðingur í Noregi, f. 29. júní 1955. Fyrrum maður hennar Helge Garåsen. Sambúðarmaður hennar Kjell Arne Henriksen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.