Hans Anders Þorsteinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. mars 2023 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. mars 2023 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Hans Anders Þorsteinsson''' bifreiðastjóri fæddist 6. september 1918 og lést 3. júní 2005.<br> Foreldrar hans voru Þorsteinn Brynjólfsson verkamaður, f. 7. nóvember 1883 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, síðast á Lækjarmóti í Flóa, d. 17. febrúar 1963, og kona hans Lára Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1885 í Fíflholti í V.-Landeyjum, síðast í Ásar|Ásum við Skólaveg...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hans Anders Þorsteinsson bifreiðastjóri fæddist 6. september 1918 og lést 3. júní 2005.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Brynjólfsson verkamaður, f. 7. nóvember 1883 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, síðast á Lækjarmóti í Flóa, d. 17. febrúar 1963, og kona hans Lára Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1885 í Fíflholti í V.-Landeyjum, síðast í Ásum við Skólaveg 47, d. þar 23. júlí 1933.

Börn Láru og Þorsteins:
1. Guðrún Halla Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1911, d. 28. júní 1987.
2. Hans Anders Þorsteinsson, f. 6. september 1918, d. 3. júní 2005.

I. Kona Hans var Dorothea Guðrún Fahning (Dorothea Lambdon), kom frá Þýskalandi, f. 19. apríl 1920, d. 10. júlí 2010. Móðir hennar var Margrét Þorvaldsdóttir Fahning húsfreyja, f. 1. maí 1895, d. 19. apríl 1969.
Barn þeirra:
1. Lára Margrét Hansdóttir, bjó í Ástralíu, f. 18. júlí 1938, d. 2010.
2. Lúðvík Fahning Hansson, f. 17. maí 1940 í Reykjavík, d. 11. september 2017. Kona hans Margrét Oddný Guðmundsdóttir.

II. Kona Hans var Elín Sigurbergsdóttir, f. 17. janúar 1921, d. 1. mars 1992. Foreldrar hennar voru Sigurbergur Elísson, f. 9. ágúst 1899, d. 2. október 1969, og Valdís Gíslína Bjarnadóttir, f. 15. október 1902, d. 4. febrúar 1982.
Börn þeirra:
3. Sigurbergur Hansson, f. 8. apríl 1942, d. 19. október 2021.
4. Valdís Hansdóttir, f. 27. maí 1945.
5. Þorsteinn Hansson, f. 14. janúar 1948.
6. Óskar Hansson, f. 20. janúar 1949.
7. Elís Hansson, f. 18. mars 1950.

III. Barnsmóðir Hans var Brynhildur Kjartansdóttir kennari, f. 17. júní 1920, d. 25. júní 2007.
Barn þeirra:
8. Erla Elín Hansdóttir framhaldsskólakennari, f. 17. ágúst 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.