Guðrún Marín Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2023 kl. 11:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2023 kl. 11:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðrún Marín Guðjónsdóttir''' frá Framnesi við Vesturveg 3B, húsfreyja í Reykjavík fæddist 19. ágúst 1905 í Framnesi og lést 3. mars 1983.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson sjómaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst í Bartarkoti í Strandar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Marín Guðjónsdóttir frá Framnesi við Vesturveg 3B, húsfreyja í Reykjavík fæddist 19. ágúst 1905 í Framnesi og lést 3. mars 1983.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson sjómaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst í Bartarkoti í Strandarsókn, Árn., d. 19. nóvember 1950.

Börn Nikólínu og Péturs:
1. Stefanía Jónína Guðjónsdóttir, f. 18. janúar 1904, d. fyrir 1906.
2. Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. ágúst 1905, d. 3. mars 1983.
3. Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir, f. 17. október 1908, d. 12. maí 1993.
4. Sigurður Guðjónsson sjómaður, stýrimaður, f. 3. nóvember 1911 í Framnesi, d. 5. maí 1955.
5. Guðlín Guðný Guðjónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.

Guðrún var með foreldrum sínum, enflutti til Reykjavíkur 15 ára.
Þau Þórður giftu sig, eignuðust sex börn. Þau bjuggu við Njálsgötu 18 og síðar að Ásvallagötu 37.

I. Maður Guðrúnar var Þórður Ellert Guðbrandsson bifreiðastjóri, bifvélavirkjameistari, f. 26. desember 1899, d. 21. febrúar 1997. Foreldrar hans voru Guðbrandur Þórðarson frá Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, skósmíðameistari í Reykjavík, f. 24. desember 1861, d. 12. mars 1927, og kona hans Katrín Magnúsdóttir frá Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, húsfreyja, f. 14. apríl 1861, d. 30. október 1924.
Börn þeirra:
1. Magnea Katrín Þórðardóttir verslunarmaður, f. 27. júní 1923, d. 7. október 2019. Maður hennar Bragi Ásbjörnsson.
2. Haraldur Guðbjörn Þórðarson framkvæmdastjóri, forstjóri, f. 16. júlí 1925, d. 14. desember 2011. Kona hans Ragna Hólmfríður Pálsdóttir.
3. Lína Guðlaug Þórðardóttir, f. 27. júlí 1927, d. 11. janúar 2023. Maður hennar Kjartan Sveinn Guðjónsson.
4. Guðbrandur Kjartan Þórðarson verkamaður, f. 19. mars 1929, d. 8. maí 2019.
5. Guðmundur Jón Þórðarson, f. 15. júní 1930. Kona hans Halldóra Sigurðardóttir.
6. Katrín Þórðardóttir Wallace, bjó í Bandaríkjunum, f. 9. september 1931, d. 13. nóvember 2007. Maður hennar Robert T. Wallace.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. júní 2011. Minning Katrínar Wallace.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.