Erlingur Þór Gissurarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. febrúar 2023 kl. 10:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. febrúar 2023 kl. 10:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Erlingur Þór Gissurarson og Erla Hilmarsdóttir.

Erlingur Þór Gissurarson frá Vegbergi, vélstjóri, tæknifræðingur, skipahönnuður, stöðvarstjóri fæddist 2. mars 1934 á Gjábakka og lést 4. nóvember 2009.
Foreldrar hans voru Gissur Ólafur Erlingsson, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013, og fyrri kona hans Mjallhvít Margrét Linnet, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.

Börn Mjallhvítar og Gissurar:
1. Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson húsfreyja, ljóðskáld, þýðandi, ritjóri, f. 16. janúar 1932 á Tindastóli, d. 29. mars 2020. Maður hennar Jón Sigurðsson.
2. Kristján Linnet Gissurarson, f. 1. febrúar 1933 á Grímsstöðum. Kona hans Bjarney Halldóra Bjarnadóttir.
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur í Svíþjóð, f. 2. mars 1934 á Gjábakka, d. 4. nóvember 2009. Kona hans Erla Hilmarsdóttir.
4. Gissur Pétur Gissurarson togaraskipstjóri á Egilsstöðum, f. 17. maí 1935 á Gjábakka. Fyrrum kona hans Guðrún Mikaelsdóttir.
5. Kristín Gissurardóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 17. apríl 1938 í Björk. Maður hennar Páll Vilhjálmsson, f. 23. maí 1940.
6. Jón Örn Gissurarson bifreiðastjóri í Sandgerði, f. 29. september 1939 í Björk, d. 6. júní 2018. Fyrrum konur hans Dís Guðbjörg Óskarsdóttir og Elísabet Árný Tyrfingsdóttir. Kona hans Brynhildur Guðmundsdóttir.
Barn Gissurar og Valgerðar, síðari konu hans, kjörbarn:
7. Auður Harpa Gissurardóttir sjúkraliði í Reykjavík, f. 14. janúar 1951. Maður hennar Steingrímur Örn Jónsson.
Börn Mjallhvítar og síðari manns hennar J.S. Brown:
8. Elisabeth Anna Brown, f. 17. febrúar 1949. Hún býr á Selfossi. Maður hennar Davíð Markússon.
9. Margrét Ragnheiður Björnsdóttir (hét áður Margrét Ragnheiður Brown), f. 17. febrúar 1949. Hún býr í Mosfellsbæ. Maður hennar Steingrímur Vigfússon.

Erlingur Þór ólst upp hjá Ingibergi Jónssyni og Margréti Guðlaugu Þorsteinsdóttur á Vegbergi við Skólaveg 32.
Hann varð gagnfræðingur í Eiðaskóla 1952, lauk hinu minna vélstjóraprófi á Akureyri 1953, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1958, í rafnmagnsdeild 1959, lauk námi í véltæknifræði og skipahönnun í Svíþjóð 1975.
Erlingur var vélstjóri á togurum 1958-1960, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar 1960-1965 og rak eigin vélsmiðju 1965-1970. Hann var viðhaldsstjóri Sementsverksmiðju ríkisins 1876-1981, var tæknifræðingur við sementsverksmiðju í Nígeríu 1981-1983, en vann síðan við hönnun og skipulagsstörf í Svíþjóð.
Þau Erla giftu sig 1966, eignuðust sex börn.
Erlingur Þór lést 2009.

I. Kona Erlings Þórs, (31. desember 1966), er Erla Hilmarsdóttir húsfreyja, gæslukona, f. 16. desember 1936 á Norðfirði. Foreldrar hennar voru Hilmar Jensson bakarameistari á Seyðisfirði, f. 15. apríl 1914 á Akureyri, d. 27. júlí 1977, og kona hans Elín Einarsdóttir Frímann húsfreyja, f. 23. desember 1918 á Seyðisfirði, d. þar 1. júlí 1997.
Börn þeirra:
1. Valgerður Ólöf Erlingsdóttir hjúkrunarfræðingur, Waldorfs-kennari í Svíþjóð, f. 29. júní 1957. Maður hennar Stephan Nilsson.
2. Elín Hjördís Erlingsdóttir náttúrulæknir (zonterapi og akupunktur) í Svíþjóð. Fyrrum maður hennar Birgir Már Óskarsson. Maður hennar Mikael Olson.
3. Bryndís Ósk Erlingsdóttir þroskaþjálfi, gæslukona þroskaheftra í Svíþjóð, vinnur hliðstæð störf á Tjaldanesi í Mosfellsbæ. Barnsfaðir hennar Martin Kuhn. Sambúðarmaður hennar Ragnar Frímann Ragnarsson.
4. Þórunn Erlingsdóttir leikskólakennari í Svíþjóð, f. 19. apríl 1966. Maður hennar Ronny Larsson.
5. Ingimar Erlingsson tæknifræðingur, kerfisfræðingur í Svíþjóð, f. 11. ágúst 1968.
6. Gissur Ólafur Erlingsson stjórnmálafræðingur, háskólakennari í Lundi í Svíþjóð, f. 25. janúar 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grasaættin. Niðjatal Þórunnar Gísladóttur og Filippusar Stefánssonar. Ritstjóri Franz Gíslason. Útg. Ritnefnd Grasaættarinnar. Reykjavík 2004.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.