Jóhanna G. Erlingson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson.

Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson frá Tindastóli húsfreyja, ljóðskáld fæddist þar 26. janúar 1932 og lést 29. mars 2020 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Gissur Ólafur Erlingsson, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013, og fyrri kona hans Mjallhvít Margrét Linnet, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.

Börn Mjallhvítar og Gissurar:
1. Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson húsfreyja, ljóðskáld, þýðandi, ritjóri, f. 16. janúar 1932 á Tindastóli, d. 29. mars 2020. Maður hennar Jón Sigurðsson.
2. Kristján Linnet Gissurarson rafeindavirki, símatæknimaður, tónlistarkennari, skólastjóri fæddist 1. febrúar 1933 á Grímsstöðum. Kona hans Bjarney Halldóra Bjarnadóttir.
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur í Svíþjóð, f. 2. mars 1934 á Gjábakka, d. 4. nóvember 2009. Kona hans Erla Hilmarsdóttir.
4. Gissur Pétur Gissurarson togaraskipstjóri á Egilsstöðum, f. 17. maí 1935 á Gjábakka. Fyrrum kona hans Guðrún Mikaelsdóttir.
5. Kristín Gissurardóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 17. apríl 1938 í Björk. Maður hennar Páll Vilhjálmsson, f. 23. maí 1940.
6. Jón Örn Gissurarson bifreiðastjóri í Sandgerði, f. 29. september 1939 í Björk, d. 6. júní 2018. Fyrrum konur hans Dís Guðbjörg Óskarsdóttir og Elísabet Árný Tyrfingsdóttir. Kona hans Brynhildur Guðmundsdóttir.
Barn Gissurar og Valgerðar, síðari konu hans, kjörbarn:
7. Auður Harpa Gissurardóttir sjúkraliði í Reykjavík, f. 14. janúar 1951. Maður hennar Steingrímur Örn Jónsson.
Börn Mjallhvítar og síðari manns hennar J.S. Brown:
8. Elisabeth Anna Brown, f. 17. febrúar 1949. Hún býr á Selfossi. Maður hennar Davíð Markússon.
9. Margrét Ragnheiður Björnsdóttir (hét áður Margrét Ragnheiður Brown), f. 17. febrúar 1949. Hún býr í Mosfellsbæ. Maður hennar Steingrímur Vigfússon.

Jóhanna var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, flutti með þeim til Reykjavíkur 1940. Þau skildu 1942. Hún var hjá ýmsum vandamönnum á veturna eftir að foreldrar hennar skildu og fjölskyldan flosnaði upp. Hún átti skjól á Núpsstað í Fljótshverfi, V-Skaft., þar sem hún var á hverju sumri frá fimm ára aldri fram að fermingu.
Jóhanna innritaðist í Samvinnuskólann haustið 1948, en lauk ekki prófi.
Hún vann hjá Olíuverslun Íslands 1969-1977, síðan var hún fulltrúi hjá Tryggingaeftirliti Íslands 1980-1989.
Jóhanna samdi talsvert af dægurlagatextum, þýddi bækur fyrir Skjaldborg hf. og var ritstjóri tímaritsins Nýir tímar 1997-1999.
Hún var félagi kórs Langholtskirkju um árabil og í Alþjóðlegri frímúrarareglu karla og kvenna.
Þau Jón giftu sig 1953, eignuðust átta börn. Þau bjuggu síðast í Karfavogi 27.
Jón lést 2007 og Jóhanna 2020.

I. Maður Jóhönnu, (14. febrúar 1953), var Jón Sigurðsson tónlistarmaður, bassaleikari, f. 14. mars 1932 á Söndum í Dýrafirði, d. 30. apríl 2007. Foreldrar hans voru Sigurður Z. Gíslason prestur, f. 15. júlí 1900, d. 1. janúar 1943, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 5. janúar 1904, d. 9. september 1963.
Börn þeirra:
1. Sigurður Rúnar Jónsson tónlistarmaður, f. 19. janúar 1951. Kona hans Ásgerður Ólafsdóttir.
2. Margrét Rannveig Jónsdóttir sjúkraliði, f. 7. febrúar 1951. Barnsfaðir hennar Ómar Daníel Bergmann. Fyrrum maður hennar Indriði Benediktsson.
3. Ragnar Már Jónsson verkstjóri, f. 3. ágúst 1953, d. 25. apríl 1975. Kona hans Þórunn Björg Birgisdóttir.
4. Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, f. 2. desember 1955. Barnsfaðir hennar Bjarni Guðbjörnsson. Barnsfaðir hennar Pálmar Þór Ingimarsson. Maður Hildar Hjörtur Ottó Aðalsteinsson
5. Guðrún Ólöf Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 22. janúar 1959. Barnsfaðir hennar Baldur Sigurðsson. Maður hennar var Michael Valdimarsson, látinn.
6. Sigrún Jónsdóttir sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, f. 12. ágúst 1960. Hún er kjördóttir Ólafar heitinnar Sigurðardóttur, mágkonu Jóhönnu, og eiginmanns Ólafar, Hjartar Þórarinssonar. Maður Sigrúnar Björn Geir Leifsson.
7. Jón Hörður Jónsson flugstjóri, f. 1. september 1963. Kona hans Sigríður Anna E. Nikulásdóttir.
8. Jóhanna Kristín Jónsdóttir sálfræðingur, f. 14. júní 1966. Fyrrum maður hennar Jón Benediktsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 8. apríl 2020. Minning Jóhönnu og 7. maí 2007. Minning Jóns.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.