Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir (Geysi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 11:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. janúar 2023 kl. 11:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir''' frá Geysi, skipulagsfræðingur, deildarstjóri fæddist þar 3. júlí 1939.<br> Foreldrar hennar voru Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908 á Stafnesi í Miðneshreppi, Gull., d. 6. mars 1992, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. þar 28. janúar 1911, d. 22. september 1997. Börn Sigurlaugar og Guðlaugs:<br> 1. D...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir frá Geysi, skipulagsfræðingur, deildarstjóri fæddist þar 3. júlí 1939.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Gíslason bæjarstjóri, alþingismaður, f. 1. ágúst 1908 á Stafnesi í Miðneshreppi, Gull., d. 6. mars 1992, og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. þar 28. janúar 1911, d. 22. september 1997.

Börn Sigurlaugar og Guðlaugs:
1. Dóra Guðlaugsdóttir, f. 29. desember 1934, d. 26. nóvember 2007.
2. Jakobína Guðlaugsdóttir, f. 30. mars 1936, d. 4. febrúar 2004.
3. Ingibjörg Rannveig Guðlaugsdóttir, f. 3. júlí 1939.
4. Gísli Geir Guðlaugsson, f. 3. júlí 1940, d. 29. ágúst 2022.
5. Anna Þrúður Guðlaugsdóttir, f. 18. janúar 1946.
6. Jón Haukur Guðlaugsson, f. 2. október 1950.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún er með mastersgráðu í skipulagsfræði frá Hunter College í New York og mastersgráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Hún var deildarstjóri á Skipulags- og byggingasviði Reykjavíkur.
Þau Sigurjón Ingvars giftu sig 1959, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Kirkjuveg 39, en skildu.
Þau Valgarður giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn og Valgarður varð fósturfaðir Ásdísar dóttur Ingibjargar. Þau bjuggu í Stokkhómi, í Reykjavík og nokkur ár í Bandaríkjunum.
Valgarður lést 2006.

I. Maður Ingibjargar, (31. desember 1959, skildu), var Sigurjón Ingvars Jónasson frá Skuld við Vestmannabraut , málari, f. 22. febrúar 1940, d. 11. september 2022.
Barn þeirra:
1. Ásdís Ingibjargardóttir, f. 29. nóvember 1959. Fyrrum maður hennar Skúli Fjeldsted Baldursson. Þau eiga tvær dætur, Ingibjörgu Helgu og Auði Olgu. Eiginmaður Ingibjargar er Hörður Garðarsson. Þau eiga tvö börn, Pétur og Steinunni. Fyrrum eiginmaður Auðar Olgu er Kwami Obaioni. Þau eiga tvo syni, Markús og Kára.

II. Maður Ingibjargar Rannveigar, (7. ágúst 1965), var Valgarður Stefánsson, f. 2. júní 1939, d. 10. júlí 2006. Hann var með fil. dr.-próf í kjarneðlisfræði, kennari, sérfræðingur hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, deildarstjóri, aðstoðarforstjóri, verkefnastjóri, aðalráðunautur tækniaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í jarðhitamálum. Frá 1. september 2004 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðajarðhitasambandssins. Hann var f. 2. júní 1939, d. 10. júlí 2006.
Foreldrar hans voru Stefán Gíslason verslunarmaður, f. 7. maí 1912, d. 27. júní 1942 og Lára Guðnadóttir skrifstofumaður, f. 7. febrúar 1914, d. 30. apríl 1997.
Börn Ingibjargar og Valgarðs:
2. Guðlaugur Valgarðsson myndlistarkennari, f. 22. janúar 1965. Kona hans Guðrún Helga Stefánsdóttir.
3. Lárus Valgarðsson framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, f. 21. apríl 1968. Fyrrum sambúðarkona hans Sesselja Th. Ólafsdóttir. Sambúðarkona hans Auður Kristín Welding.
4. Valgerður Rannveig Valgarðsdóttir íslenskukennari, f. 16. júní 1975. Fyrrum sambúðarmaður hennar Eiríkur Hrafn Thorarensen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ingibjörg Rannveig.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 20. júlí 2006. Minning Valgarðs.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.