Þorgeir Eiríksson (Skel)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. janúar 2023 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. janúar 2023 kl. 11:11 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Þorgeir Eiríksson, Skel, fæddist 8. ágúst 1886 að Berjanesi undir Eyjafjöllum. Þorgeir byrjaði ungur sjómennsku en formennsku byrjaði Þorgeir árið 1913 á Sæborgu. Eftir það er hann með Ester og Heklu. Þá hætti Þorgeir formennsku en var vélamaður í fjölda vertíða. Þorgeir fórst með Þuríði Formanni þann 1. mars 1942.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Þorgeir Eiríksson í Skel, formaður fæddist 5. ágúst 1886 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og drukknaði 1. mars 1942.
Foreldrar hans voru Eiríkur Gunnarsson bóndi á Stóru-Borg 1910, f. 21. október 1853 í Holtssókn, d. 13. janúar 1917, og kona hans Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1854, d. 22. ágúst 1954.

Þorgeir var með foreldrum sínum á Stóru-Borg í æsku og síðan ekkjunni móður sinni.
Hann eignaðist þrjú börn með Unu Jónsdóttur, sem var þar vinnukona.
Þorgeir kvæntist Ingveldi 1913 og þau fluttust til Eyja á því ári, bjuggu á Bólstað við Heimagötu 1914 til 1918, en voru komin í Skel 1920 og bjuggu þar 1934, en á Hamri við Skólaveg 33 1936 við andlát Ingveldar.
Þau eignuðust þrjú börn.
Ingveldur lést 1936.
Þorgeir bjó með Sigríði Vigfúsdóttur bústýru, f. 18. apríl 1893, og móður sinni á Hamri 1940.
Hann fórst með m.b. Þuríði formanni 1942.

ctr


Fremri röð: Una Jónsdóttir og Margrét Ólafsdóttir föðurmóðir dætra hennar. Aftari röð: Ástríður, Sigurbjörg og Jóna Ólafía dætur Unu.

I. Barnsmóðir Þorgeirs var Una Jónsdóttir skáldkona, síðar húsfreyja í Sólbrekku, f. 31. janúar 1878, d. 29. febrúar 1960.
Börn þeirra:
1. Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, f. 5. september 1906 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 5. júlí 1930. Hún var fyrri kona Magnúsar Jónssonar bónda í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, síðar sjómaður, verkamaður í Eyjum og húsvörður í Reykjavík, f. 8. júlí 1901, d. 3. júlí 1986.
2. Ástríður Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hrafnabjörgum, f. 19. september 1908 á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, d. 28. júní 1929.
3. Sigurbjörg Þorgeirsdóttir, f. 30. desember 1912 í Eyjum, d. 16. maí 1928.

II. Kona Þorgeirs, (1913), var Ingveldur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1884 á Eyrarbakka, d. 15. september 1936.
Börn þeirra:
3. Hafsteinn Frímann Þorgeirsson, f. 18. maí 1914 á Bólstað, d. 4. júlí 1931.
4. Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hamri, f. 18. janúar 1921 í Skel, d. 19. júní 1990.
5. Guðfinnur Þorgeirsson sjómaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1926 í Skel, d. 22. mars 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.