Margrét Ólafsdóttir (Hamri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Ólafsdóttir húsfreyja í Berjanesi og Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, síðar í Eyjum fæddist 13. júlí 1854 og lést 22. ágúst 1954.
Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson bóndi, f. 4. ágúst 1825 í Eyvindarhólasókn, d. 24. desember 1890, og kona hans Þorgerður Oddsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1821 í Eyvindarhólasókn, d. 5. febrúar 1895.

Margrét var með foreldrum sínum í Syðra-Hrútafellskoti í æsku.
Þau Eiríkur giftu sig 1884, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu í Berjanesi u. Eyjafjöllum og á Stóru-Borg þar.
Eiríkur lést 1917.
Margrét fór til Eyja 1921, dvaldi hjá Þorgeiri syni sínum í Skel við Sjómannasund 4, síðan hjá Margréti og Skarphéðni á Hamri við Skólaveg 33. Hún lést 1954.

I. Maður Margrétar, (23. október 1884), var Eiríkur Gunnarsson bóndi, f. 21. október 1853, d. 13. janúar 1917. Foreldrar hans voru Gunnar Sveinsson bóndi í Lambhúshól u. Eyjafjöllum, f. 15. júní 1809, d. 2. september 1860, og kona hans Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1824, d. 9. nóvember 1911.
Börn þeirra:
1. Ólafur Eiríksson, f. 30. júlí 1885, d. 5. ágúst 1885.
2. Þorgeir Eiríksson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 5. ágúst 1886, d. 1. mars 1942.
3. Gunnar Eiríksson, f. 24. janúar 1893, d. 23. maí 1918.
Dóttir Eiríks með Þórunni Ólafsdóttur vinnukonu í Berjanesi:
4. Guðrún Eiríksdóttir, f. 25. júlí 1877 í Berjanesi, d. 14. júlí 1963 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.