Sveinn Sigurðsson (Ásavegi 7)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. desember 2022 kl. 13:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. desember 2022 kl. 13:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sveinn Sigurðsson''' frá Ásavegi 7, bifreiðastjóri fæddist 31. maí 1928 á Sveinsstöðum við Njarðarstíg 6.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson bifreiðastjóri, útgerðarmaður, kaupmaður, f. 18. nóvember 1898 á Sveinsstöðum, d. 28. júní 1964, og kona hans Sigríður Guðmunda Pétursdóttir frá Blómsturvöllum á Eyrarbakka, húsfr...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Sigurðsson frá Ásavegi 7, bifreiðastjóri fæddist 31. maí 1928 á Sveinsstöðum við Njarðarstíg 6.
Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson bifreiðastjóri, útgerðarmaður, kaupmaður, f. 18. nóvember 1898 á Sveinsstöðum, d. 28. júní 1964, og kona hans Sigríður Guðmunda Pétursdóttir frá Blómsturvöllum á Eyrarbakka, húsfreyja, verslunarmaður, f. 22. nóvember 1907, d. 10. maí 2000.

Börn Sigríðar og Sigurðar:
1. Sveinn Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 31. maí 1928 á Sveinsstöðum. Kona hans Haflína Ásta Ólafsdóttir.
2. Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. september 1938 á Ásavegi 7. Maður hennar Hreinn Gunnarsson, látinn.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, á Sveinsstöðum 1928, við Hásteinsveg 42 1930, við Hásteinsveg 41 1934 og á Ásavegi 7.
Hann vann við skipasmíðar hjá Ársæli Sveinssyni í 5 ár, lærði húsamíði hjá fyrirtæki Ársæls Sveinssonar, en lauk ekki sveinsprófi. Sveinn var síðan bifreiðastjóri á Vörubílastöðinni.
Þau Ásta giftu sig 1950, eignuðust fimm börn, en misstu annað barn sitt nýfætt. Þau bjuggu á Ásavegi 7, byggðu og bjuggu á Bessastíg 12, byggðu og búa á Höfðavegi 27.

I. Kona Sveins, (20. desember 1950), er Haflína Ásta Ólafsdóttir frá Sauðanesi við Siglufjörð, f. 8. ágúst 1932.
Börn þeirra:
1. Ólrikka Sveinsdóttir húsfreyja, vinnur við þvotta, f. 20. september 1950 á Ásavegi 7. Maður hennar Þórólfur Þorsteinsson.
2. Drengur, f. 14. apríl 1952, d. 14. apríl 1952.
3. Sigurður Sveinsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 17. júní 1953 að Ásavegi 7. Kona hans Þóra Ólafsdóttir.
4. Þór Jakob Sveinsson vinnuvélastjóri í Reykjavík, býr nú á Selfossi, f. 8. nóvember 1956 á Bessastíg 12. Kona hans Helga Ágústsdóttir.
5. Rósa Sveinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. september 1963. Maður hennar Guðni Hjörleifsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.