Engilráð Birna Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2022 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2022 kl. 10:49 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Engilráð Birna Ólafsdóttir.

Engilráð Birna Ólafsdóttir frá Siglufirði fæddist þar 9. desember 1927 og lést 3. nóvember 2021.
Foreldrar hennar voru Ólafur Steingrímur Eiríksson frá Ólafsfirði, verkamaður, f. 24. júní 1887, d. 16. desember 1985, og Friðrikka Björnsdóttir úr Flókadal í Fljótum í Skagaf., húsfreyja, f. 14. september 1900, d. 3. febrúar 1990.

Systur Birnu í Eyjum:
1. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Hvoli við Urðaveg, f. 22. júlí 1925, d. 24. október 1992, kona Guðjóns Kristinssonar.
2. Ásdta Ólafsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1932. Maður hennar Sveinn Sigurðsson.
3. Eygló Björg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1939. Maður hennar Bergmann Júlíusson.

Birna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmsa verkakvennastörf á yngri árum sínum.
Birna heimsótti Kristínu systur sína í Eyjum og giftist Baldri 1950. Þau eignuðst ekki börn, en ólu upp tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu við Herjólfsgötu, en byggðu hús við Brekkugötu 13 og bjuggu þar lengst, en síðast við Foldahraun 40d.
Baldur lést 2004 og Engilráð Birna 2021.

I. Maður Engilráðar Birnu, (25. desember 1950), var Baldur Kristinsson verkstjóri, f. 23. desember 1927, d. 25. janúar 2004.
Börn þeirra, fósturbörn:
1. Júlía Ólöf Bergmannsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1963. Maður hennar Jóhann Freyr Ragnarsson.
2. Sigurður Smári Benónýsson, f. 14. nóvenmber 1972. Sambúðarkona hans Sigríður Lára Andrésdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.